Jun 20, 2009

Einn kominn í sumarfrí!

Þá er Helgi loksins kominn í sumarfrí. Það er satt best að segja mikið fagnaðarefni fyrir alla á heimilinu..... hann var auðvitað sjálfur orðinn þreyttur á þessari löngu törn, ég búin að elda miklu miklu oftar en hæfileikarnir í eldhúsinu leyfa og drengirnir þurfa að fara að fá almennilegan mat - hehe! Þetta er kannski er alveg svona slæmt ... en samt!

Strákarnir eiga núna eina viku eftir fram að sumarfríi. Það er búið að vera mjög gaman hjá Jóel mikið af ferðum hingað og þangað með skólanum, fótbolti og svo er sumarmót í boltanum á miðvikudag.
Fannar leikur sér úti allan daginn og er bókstaflega úrvinda á kvöldin þegar hann kemur heim. Hann er líka skemmtilega skítugur upp fyrir haus þegar hann kemur heim af leikskólanum.... allt voooða hollt og gott!

Ég fór á fund með leiðbeinandanum sl. mánudag til Köben auðvitað. Rifjaði upp lestarferðirnar sem voru stundaðar svo reglulega fyrstu þrjár annirnar. Fundurinn gekk vel og ég ætti að geta klárað ritgerðina bara með því að koma mér að verki, ég er sem sagt nokkurn vegin með öll gögn sem ég þarf.... núna er bara að hætta þessu endalausa hangsi á internetinu og skrifa.... og klára svo ég komist í sumarfrí með hinum!
Ég er svo jafnvel komin með vinnu/verkefni í haust sem research assistant í spennandi rannsókn hér við Århus University. Það verður pottþétt góð reynsla ... svona ef allt gengur upp :-)

Við erum aðeins að finna fyrir því að stundum er erfitt að vera ekki heima á Íslandi, svona þegar mikið liggur við. Þessa dagana eru sko tveir stórviðburðir fjölskyldunni en Valdís frænka gifti sig sl. þriðjudag og misstum við víst af miklu og í dag laugardag mun Jóel bróðir útskrifast úr Háskólanum og er þar með formlega orðinn læknir. Það er satt best að segja hundfúllt að geta ekki verið með honum á þessum degi - tekið þátt í veisluhöldunum, partýinu og því öllu. En við fengum jú að skála með honum um daginn....

Annars er bara framundan að njóta veðursins í næstu viku - við erum að tala um sól og jafnvel 25°hita sem er bara dásamlegt!!!!!!! Það verður þá unnið vel í brúnkunni.

Bestu kveðjur,

Jun 5, 2009

Úpps... það er kominn júní!!!

Ég var alveg sannfærð um að ég væri nýbúin að skrifa veðurfréttir og aðrar fréttir hingað á síðuna þegar ég allt í einu komst að því að það er bara langt langt síðan!!!

Ég reyni því snarlega að bæta aðeins úr fréttaskortinum og koma með smá update!

Við fórum í seinni hluta maí á leiksýningu hjá Jóel þar sem hann fór á kostum sem Vampyrmyg hvað sem það nú er og sagði svo snilldarvel "mmm... her lugter menneskeblod! En lækkert lille mundfuld menneskeblod".  Jóel er líka búinn að spila á nokkrum litlum fótboltamótum og er alltaf jafn gaman að heimsækja litlu nágrannabæina og spila smá fótbolta í leiðinni. Það nýjasta hjá drengnum er svo tannleysi!  Jóel er sem sagt nýbúinn að missa báðar framtennurnar í efri þannig að hann er sko aldeilis glæsilegur þessa dagana!!!

Fannar er hress að vanda.  Endalausir frídagar nú í maí og júní.  Í dag er t.d. Grundlovsdag og því frí og sl. mánudag var 2. pinsedag (hvítasunnan) því einungis þrír virkir dagar í þessari viku.  

Helgi Kristinn er byrjaður í prófum eitt búið og þrjú eftir.  

Ritgerðaskrif ganga bara hægt og rólega hjá húsmóður heimilisins.  Þetta fikrast áfram.  Fer á fund með leiðbeinandanum 15. júní og eftir það get ég vonandi unnið á fullu í síðustu köflunum og svo klárað fyrir sumarfrí í lok júní - vonandi!

Við höfum verið svo heppin að fá góða gesti.  Í lok maí kom Jóel bróðir eða Jóel frændi eða bara doktor Jóel og var hjá okkur í nokkra daga - það var snilld!  Við afrekuðum meira að segja að ganga alla leið upp á topp hæsta fjalls Danmerkur með gestinn. Litlu frændurnir voruþvílíkt ánægðir með að fá frænda sinn í heimsókn við hin notuðum auðvitað tækifærið til að borða góðan mat og drekka með því eitthvað gott .... og halda upp á að "litli bróðir" er búinn að klára læknisfræðina sem er nú enginn smá árangur!  Jóel Kristinn vill reyndar meina að hann sé ekki einu sinni orðinn fullorðinn, bara stór unglingur.... 


Við fengum svo aðra heimsókn frá Íslandi í fyrradag þegar Erna og Gulli kíktu til okkar í kaffi.  Þau komu reyndar færandi hendi með fullan poka af íslensku sælgæti .... mmmmm.... við bara njótum og mætum í ræktina þess á milli :-)  Það var auðvitað gaman að hitta þau eins og alltaf ekki síst þar sem Gulli sýndi fjarstýrða dótinu hans Helga mikinn áhuga ..... það þarf nú ekki meira til að gleðja stóra strákinn á heimilinu!  Þið vitið það þá ef þið viljið slá í gegn hjá Helga Kristini þá þarf ekki meira til en að hafa áhuga á dótinu hans... hehehe

Jæja þá er það lærdómurinn,

Bestu kveðjur