Strákarnir eiga núna eina viku eftir fram að sumarfríi. Það er búið að vera mjög gaman hjá Jóel mikið af ferðum hingað og þangað með skólanum, fótbolti og svo er sumarmót í boltanum á miðvikudag.
Fannar leikur sér úti allan daginn og er bókstaflega úrvinda á kvöldin þegar hann kemur heim. Hann er líka skemmtilega skítugur upp fyrir haus þegar hann kemur heim af leikskólanum.... allt voooða hollt og gott!
Ég fór á fund með leiðbeinandanum sl. mánudag til Köben auðvitað. Rifjaði upp lestarferðirnar sem voru stundaðar svo reglulega fyrstu þrjár annirnar. Fundurinn gekk vel og ég ætti að geta klárað ritgerðina bara með því að koma mér að verki, ég er sem sagt nokkurn vegin með öll gögn sem ég þarf.... núna er bara að hætta þessu endalausa hangsi á internetinu og skrifa.... og klára svo ég komist í sumarfrí með hinum!
Ég er svo jafnvel komin með vinnu/verkefni í haust sem research assistant í spennandi rannsókn hér við Århus University. Það verður pottþétt góð reynsla ... svona ef allt gengur upp :-)
Við erum aðeins að finna fyrir því að stundum er erfitt að vera ekki heima á Íslandi, svona þegar mikið liggur við. Þessa dagana eru sko tveir stórviðburðir fjölskyldunni en Valdís frænka gifti sig sl. þriðjudag og misstum við víst af miklu og í dag laugardag mun Jóel bróðir útskrifast úr Háskólanum og er þar með formlega orðinn læknir. Það er satt best að segja hundfúllt að geta ekki verið með honum á þessum degi - tekið þátt í veisluhöldunum, partýinu og því öllu. En við fengum jú að skála með honum um daginn....
Annars er bara framundan að njóta veðursins í næstu viku - við erum að tala um sól og jafnvel 25°hita sem er bara dásamlegt!!!!!!! Það verður þá unnið vel í brúnkunni.
Bestu kveðjur,