Feb 28, 2008

Afmæliskveðjur heim til Íslands

Eitt af því sem erfiðast við að búa í útlöndum er að vera í burtu þegar aðal fólkið á afmæli eða eitthvað svoleiðis.
Pabbi - afi Jóel - átti afmæli 21. febrúar og er ekki búinn að fá kossa og knús frá Beykiskógarfjölskyldunni.

Teitur "litli bróðir" er 25 ára í dag og fær einnig kossa og knús frá okkur öllum"

Skrítið þegar litlu systkini manns eru að verða jafn gömul og maður sjálfur!

Bestu kveðjur,

Feb 24, 2008

This is my life!

Frábært!
Við hér í DK fullkomlega sátt - en ekki hvað! Hér var auðvitað Euro-partý og horft í gegnum netið - allt ætlaði um koll að keyra þega ruv.is slökkti á útsendingunni kl. 23:00 (auglýstur útsendingatími búinn) og við fengum ekki að fylgjast með spennunni þegar úrslitin voru tilkynnt, frekar fúllt - en útsendingin kom aftur inn og náðum við að fagna sigri þegar lagið var endurtekið.

Verst að keppnin er ekki haldin hér í Danaveldi þetta árið - það væri ekki leiðinlegt að vera í salnum og sveifla íslenska fánanum með Regínu á sviðinu! Það verður a.m.k. Eurovision-partý að bestu gerð þetta árið. Mikið ógeeeeeeeeðsleeeeeega verður gaman.

Elsku Regína þú veist að við erum óóóóótrúlega stolt af þér - eins og alltaf!

Eurokveðjur

Feb 22, 2008

Ræktin!!!!!!!!!

Jamms, hvort sem þið trúið því eða ekki - við hjónin erum búin að kaupa kort í ræktinni. Mætum nú nánast daglega í Equinox sem er auðvitað í eigu Íslendinga (World Class) og æfum þar með öllum hinum Íslendingunum. Það er eiginlega dálítið fyndið að fyrst þegar við mættum voru Íslendingarnir sem eru búnir að æfa þarna lengur en við að benda okkur á Tyrkina sem hópa sig þarna saman og láta eins og þetta sé einhver félagsmiðstöð - ................................ þegar við mættum í dag vorum við þarna 4 úr götunni á sama tíma og 2 ný farin og í gærmorgun vorum við einmitt 5 Íslendingarnir úr Beykiskóginum á sama tíma................ þetta er náttúrulega ekki hægt að Tyrkirnir hópi sig svona saman þarna í stöðinni......... Sem sagt hver veit nema við komum bara til með að líta þokkalega út - í góðu formi a.m.k. næst þegar við hittumst!

Annars bara allt í góðu gengi hér. Strákarnir í fínu formi. Jóel Kristinn fer á kostum í reikningi þessa dagana, svarar einföldum plús og mínus dæmum nánast án umhugsunar og notar svo puttana eða aðrar aðferðir þegar tölurnar stækka. Í dag í kaffinu spurði hann okkur foreldrarna stoltur hvað 100 + 100 væri, við auðvitað sögðum bara hmmm.....? En var svaraði sjálfur, nú 200! Í gær skrapp Helgi í smá Þýskalandsferð. Við hin lágum upp í rúmi og lásum Línu langsokk en Fannar Ingi sofnaði yfir bókinni og þá fórum við Jóel Kristinn að spjalla og vildi hann fara í stærðfræðileik, sem er þannig að við skiptumst á að búa til dæmi sem við reiknum svo til skiptis. Nú svo fórum við að spjalla um eitt og annað og spurði ég hann, hvað hann myndi vilja æfa og verða góður í þegar hann verður unglingur ég kom með hugmyndir eins og fótbolta, handbolta...... dans, söng, hljóðfæri og átti auðvitað von á því að svarið yrði fótbolti eða kannski dans - það er nefnilega mikið dansað þessa dagana. En nei, minn svaraði ákveðið - ég ætla vera góður í skóla!
Ég held kannski að við foreldrarnir ættum að fara endurskoða umræðuefnið á heimilinu og snúa okkur að fótboltaumræðum..............

Jæja, skemmtileg helgi framundan. Eurovision á Íslandi - varla hægt að lesa nokkuð íslenskt blað eða opna fyrir beinar útsendingar frá íslenskum fjölmiðlum án þess að allt sé veggfóðrað með Hey.... Hó klúbbnum. Þvílík auglýsingaherferð................... held samt með Regínu .......... ekki að það komi nokkrum á óvart. Enska útgáfan This is my life er mjög flott og gaman að lesa jákvæð comment um þau hjá Eurovision-nördunum á ESC today. Áfram Regína!!!

Góða helgi

Feb 16, 2008

.............það er að brenna..........

Nei, nei............. það hefur bara verið nokkuð rólegt í kringum okkur hér í Beykiskóginum! Reyndar lásum við í blöðunum að það var kveikt í bíl og endurvinnslugámi hér í næstu götu en mestu ólætin hér í Árósum hafa verið í Gellerup þar sem mikill fjöldi innflytjenda býr. Annars vonar maður auðvitað að ástandið fari að róast. Bækistöðvar Jyllands Posten eru hér í okkar hverfi og leikskóli drengjanna er bara örstutt frá..........

Það hefur verið nóg að gera í vikunni. Tvær ferðir húsmóðurinnar til Köben og meira að segja átti ég að vera þar þrjá daga í vikunni en það er bara í hreinskilni sagt of mikið - þannig að ég "skrópaði" einn dag. Á fimmtudag (eftir skóla) skelltum við okkur fjölskyldan í strætóferð niður í bæ - ótrúlega spennandi. Löbbuðum um í göngugötunni og fórum út að borða á Pizza Hut og svo í strætó heim um áttaleytið. Jóel Kristni og Fannari Inga finnst ótrúlega gaman í strætó en Fannar náði nú samt að steinsofna í sætinu sínu við hliðina á stóra bróður á leiðinni heim - þvílík dúlla!

Í Árósum var vetrarfrí í skólum og hjá fjölmörgum fjölskyldum alla síðustu viku. Leikskólinn var opinn en ekki svo mörg börn - aðallega öll íslensku börnin - hehe! Hér er sem sagt vetrarfrí núna í heila viku, mér sem finnst ég varla byrjuð aftur eftir jólafrí - og svo er einmitt svo stutt í páskafríið!!!! Því miður var samt ekki vetrarfrí í skólunum okkar Helga og voru okkar drengir því á leikskólanum mest alla vikuna. Þar sem börnin voru færri en venjulega var boðið upp á alls konar lúxus, nammi, videó og svoleiðis skemmtilegtheit. Við fengum reyndar samviskubit yfir því að okkar drengir fengju ekkert frí þannig að þeir fengu frí á föstudag - svona rólegan lúxusdag með mömmu sinni þar sem pabbinn var í skólanum allan daginn. Við spiluðum löngu vitleysu, lásum bækur, bökuðum köku og fleira skemmtilegt...................... það mætti gjarnan vera svona vetrarfrí alla daga...................

Annars er vika í úrslit íslenska Eurovision - höfum verið að horfa á lögin á netinu og haft gaman af - sumu. Ég þarf líklega ekkert að útskýra hvaða lag ég vil senda til Serbíu................ Hef reyndar haft mjög gaman af Hey hey hey, say ho ho ho auk þess að hafa alltaf haft gaman af Barða og mikið álit á honum sem tónlistarmanni. Ég verð bara að viðurkenna að ég efast um að hópurinn (nema Ceres4 - heitir hann það ekki) sé tilbúinn í live flutning í beinni útsendingu og því gríðarstóra apparati sem keppnin úti er fyrst útkoman varð svona vandræðaleg í "litlum" sjónvarpsþætti sl. laugardag. Mín skoðun er bara sú að það þurfi meiri reynslu til að ráða hreinlega við að skila kraftinum og húmornum til allrar Evrópu ef þetta á að vera skemmtilegt - sorrý - bara mín skoðun!
Sem sagt skemmtum okkur með Hey...Ho... heima á Íslandi en sendum svo eitthvað traust út til Evrópu t.d Regínu og Friðrik!

Skruppum til Horsens í dag.................. að hitta skemmtilegt fólk! Það er sem sagt þorrablót í Horsens í kvöld þar sem Bermúda spilar og Daði vinur okkar sér um hljóðið hjá þeim. Skelltum okkur því í bíltúr til Horsens (30 mín) til að hitta Daða og Þóru Sif. Það var sko frábært að fá aðeins að hitta vini sína að heiman - þó það hafi bara verið örstutt - enginn tími fyrir matarboð, spil eða annað. Jóel Kristinn var alsæll með ferðina, við fórum nefnilega í salinn þar sem hljómsveitin var að "soundtékka" og var drengurinn þvílíkt spenntur að fá að heyra í hljómsveitinni. Við fengum líka nýja diskinn þeirra - sem var spilaður bæði í bílnum og eftir að við komum heim og bað Jóel okkur um að hækka svona 20 - 30 sinnum (Fannar fékk bara hausverk - fannst "soundtékkið" allt of hátt!!!).
Jóel kvartaði líka undan því að Aníta væri ekki með pabba sínum en tók alveg gleði sína þegar hljómsveitin byrjaði að spila.

Sunnudagur á morgun og örugglega kaffi í Sveitinni - við erum orðin nokkuð flink í að sjá um sunnudagskaffið sjálf - þó svo að ekkert komi í staðinn fyrir Sveitina á sunnudegi!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bestu kveðjur

Feb 11, 2008

Frábær helgi

Jæja þá er helgin liðin,

Benta systir komst loksins til Danmerkur eftir 15 klst. seinkun á fluginu. Þar sem við misstum af föstudeginum saman fékk mamma fluginu heim frestað til mánudags - sem var alveg frábært!

Á föstudaginn fórum við í miðbæinn á kaffihús og í H&M eins og sönnum Íslendingum í útlöndum sæmir. Á laugardagsmorgun smurðum við nesti að dönskum sið og fórum í Randers Regnskov þar sem við skemmtum okkur auðvitað mjög vel. Um kvöldið fórum við svo á þorrablót Íslendingafélagsins - þar var sko boðið upp á íslenskt lambalæri auk þorramatsins - allt bara frábært. Allir Íslendingarnir í götunni mættu og áttum við í Beykiskóginum meira að segja helming fulltrúanna í nefndinni. Á móti sól spilaði og var miiiiiikið dansað.
Á sunnudaginn (í gær) var sól og 10 stiga hiti. Við fórum í göngutúr í skóginu og niður á strönd þar sem strákarnir urðu rennblautir í fæturna eftir að sulla í sjónum. Fórum svo og gáfum bömbunum nokkur epli áður en við fórum með Bentu systur út að borða niðrí bæ. Ætluðum reyndar beint úr Bambaskóginum á veitingastaðinn en þar sem strákarnir voru votir og buxurnar blautar nánast upp að hnjám urðum við að koma við heima til að vera svona þokkalega snyrtileg á veitingastaðnum.

Keyrðum svo Bentu kl. 06:54 í morgun á lestarstöðina - en aldrei þessu vant var flugið hjá Iceland Express á réttum tíma!!!!!!!!!

Svona var semsagt helgin hjá okkur..............

Feb 7, 2008

Fréttir úr góða veðrinu

Jamms hér í DK er bara "íslensk vorblíða". 6 - 9 stiga hiti og veðurspáin segir að við megum eiga von á svipuðu áfram. Það er bara fínt. Eini gallinn er að veðrið er einhvernveginn alltaf svo meinlaust - maður bara tekur sjaldnast eftir því hvernig veðrið er nema þegar maður óvart sér veðurfréttir í sjónvarpinu! Við Íslendingar erum jú vön að vera alltaf að spá í veðrinu.

Annars er veðrið víst þannig á Íslandi að það er búið að setja allt flug úr skorðum í dag. Akkurat þegar við eigum að vera að fá hana Bentu systur til okkar. Ég var í Köben áðan - ætlaði að taka á móti litlu systur á Kastrup kl. 19:40 en fluginu hennar hefur bara verið seinkað meira og meira í allan dag. Í augnablikinu er áætlað flugtak frá Íslandi kl. 02:00 sem þýðir lendingu í Köben um 06:00 sem er 10 klukkustunda seinkun + ein svefnlaust nótt. Þetta er auðvitað frábært þegar ætlunin er að fljúga til baka á sunnudag! hmmmmmm.................

Annars var ég í Kaupmannahöfn að byrja í nýju kúrsunum mánudag, miðvikudag og í dag fimmtudag. Dálítið mikið en til að fækka lestarferðalögunum gisti ég á íslensku gistiheimili fullu af þýskum karlmönnum sl. nótt! Ég get bara sagt það að ég læsti mig bara inni í herberginu og fór varla fram á klósettið - ekki það að ég hafi neitt á móti Þjóðverjum, var bara ekki alveg að finna mig svona í þessum aðstæðum!

Strákarnir hafa það gott. Helgi er búinn að vera upptekinn í því að sjá um strákana þar sem konan hans hefur bara verið ýmist í Kaupmannahöfn eða í lestinni á milli Árósa og Köben siðustu daga.
Jóel Kristinn fór með elstu börnunum í leikskólanum í Sirkus í dag og skemmti sér þvílíkt vel. Fannar Ingi fór á meðan með jafnöldrum sínum heim til eins stráksins í leikskólanum í afmælisveislu og skemmti sér líka þvílíkt vel!

Annars bara bestu kveðjur,