Oct 3, 2009

Íslandsferð

Við erum á leiðinni til Íslands!!!
Það er víst tími til kominn að koma og hitta afana og ömmurnar og frændurna og frænkurnar og vinina og vinkonurnar.....

Hlakka til að sjá ykkur ;-)

Annars er það að frétta að skólinn gengur mjög vel hjá öllum.
Helgi Kristinn er að skrifa ritgerð þessa dagana og hefur nóg að gera í sínum skóla.
Jóel Kristinn les og les og reiknar og reiknar í sínum skóla, er alsæll og mjög glaður með þetta allt saman.
Fannar Ingi er eiginlega bara orðinn "stór". Kominn í elsta hópinn í leikskólanum (turholdet) og æfir sig að skrifa stafi og tölustafi í vinnubækur sem hann á hérna heima ... maður verður nú að fá að gera eins og stóri bróðir :-)
Nú, ég sjálf er mjög ánægð í nýju vinnunni og kennslan gengur bara þokkalega, en það gerist bara með gífurlegri vinnu, ég er sem sagt síðan um 20. ágúst varla búin að gera neitt nema kenna og undirbúa kennslu. Það vill bara svo vel til að þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlega lærdómsríkt þannig að ég kvarta alls ekki.

Sjáumst á Íslandi,
Bestu kveðjur