Nú stendur yfir hitabylgja hjá okkur hér í Danaveldi!
Húsbóndinn á heimilinu tók sér frí frá inniverunni og við fórum öll fjölskyldan og eyddum föstudeginum í Djurs Sommerland. Í tilefni af háu hitastigi vorum við stærstan part dagsins í vatnagarðinum að sulla í sundlaugum, renna og almennt að fá smá brúnan lit!
Í gær var afmælisveisla í götunni, það var reyndar svo heitt í garðinum að flestir flúðu inn yfir heitasta tímann. Fórum svo eftir afmælið til Horsens að hjálpa Lilju, Jóni og Bentu Völu að flytja í íbúð þar sem þau ætla að búa næstu tvo mánuðina.
Í dag fórum við svo á ströndina. Það er alltaf gott að fara á ströndina í svona hita því það getur orðið ansi heitt hér í lokuðum garðinum! Hver veit nema við skellum okkur bara aftur á ströndina á morgun og náum okkur í smá meiri lit ... (Þórunn! líst þér ekki vel á það??? hehe)
Af Helga er það helst að frétta að hann er "alltaf " að kaupa sér nýtt dót! Í matarboði hjá Svenna og Regínu í Íslandsferðinni fékk hann þessa svakalegu flugvéla/þyrlu/fjarstýringa-bakteríu. Núna er hann búinn að lesa og lesa um fjarstýrðar þyrlur og kaupa sér tvær....
Bestu kveðjur héðan úr sólarlandaveðrinu,
Jul 27, 2008
Jul 22, 2008
Drengirnir í sumarfríi
Hér á heimilinu ríkir mikil óregla varðandi svefntíma þeirra bræðra. Drengirnir "fengu" aldrei að fara að sofa á eðlilegum tíma á meðan veisluhöldunum á Íslandi stóð og nú eftir að heim er komið er erfitt að koma svefninum í rétt horf annað hvort er erfitt að sofna vegna fyrri óreglu eða eitthvað annað skemmtilegt að gera.
Fórum t.d. í dag í dýragarðinn í Álaborg. Lögðum ekki af stað heim fyrr en um hálf níu og þá átti eftir að keyra í rúman klukkutíma. Fannar Ingi sofnaði í bílnum en sá stóri (þessi með lausu tönnina) ekki fyrr en eftir að heim var komið. Annars var gaman í dýragarðinum, fullt af spennandi dýrum t.d. ísbirnir, ljón og tígrisdýr sem alltaf er spennandi að skoða, skemmtilegir apar og fleira. Þrátt fyrir öll þessi spennandi dýr fannst strákunum eiginlega skemmtilegast í klifrugrindinni og búðinn þar sem þeir fengu að kaupa sér smá dýr sem minjagrip...
Nú er bara að finna eitthvað skemmtilegt til að viðhalda óreglunni á þeim bræðrum næstu daga, framundan gott veður (ef veðurspáin rætist) þannig að við verðum bara úti að leika...
Bestu kveðjur,
Fórum t.d. í dag í dýragarðinn í Álaborg. Lögðum ekki af stað heim fyrr en um hálf níu og þá átti eftir að keyra í rúman klukkutíma. Fannar Ingi sofnaði í bílnum en sá stóri (þessi með lausu tönnina) ekki fyrr en eftir að heim var komið. Annars var gaman í dýragarðinum, fullt af spennandi dýrum t.d. ísbirnir, ljón og tígrisdýr sem alltaf er spennandi að skoða, skemmtilegir apar og fleira. Þrátt fyrir öll þessi spennandi dýr fannst strákunum eiginlega skemmtilegast í klifrugrindinni og búðinn þar sem þeir fengu að kaupa sér smá dýr sem minjagrip...
Nú er bara að finna eitthvað skemmtilegt til að viðhalda óreglunni á þeim bræðrum næstu daga, framundan gott veður (ef veðurspáin rætist) þannig að við verðum bara úti að leika...
Bestu kveðjur,
Jul 18, 2008
Komin heim - búin að fara heim
Við erum sem sagt búin að fara heim til Íslands og komin aftur heim til Danmerkur.
Íslandsferðin varð að einni alsherjar matarveislu! Nautalundir, lambalundir, kálfalundir, HUMAR, lambalæri... og allir hinir veisluréttirnir. Þetta kemur sér einstaklega vel þar sem næstu þrjár vikur mun húsmóðirin á heimilinu sjá um eldamennskuna að mestu, þar sem eiginmaðurinn verður meira og minna upptekinn!
Til að gera langa sögu stutta þá þökkum við bara öllum sem gáfu okkur góðan mat og góðan félagsskap kærlega fyrir okkur!
Nú erum við bara í rólegheitunum framundan mikil rigningahelgi samkvæmt veðurspánni, það er allt í besta, alltaf nóg hægt að þrífa ... og svoleiðis skemmtileg inniverk.
Þangað til næst...
Bestu kveðjur,
Íslandsferðin varð að einni alsherjar matarveislu! Nautalundir, lambalundir, kálfalundir, HUMAR, lambalæri... og allir hinir veisluréttirnir. Þetta kemur sér einstaklega vel þar sem næstu þrjár vikur mun húsmóðirin á heimilinu sjá um eldamennskuna að mestu, þar sem eiginmaðurinn verður meira og minna upptekinn!
Til að gera langa sögu stutta þá þökkum við bara öllum sem gáfu okkur góðan mat og góðan félagsskap kærlega fyrir okkur!
Nú erum við bara í rólegheitunum framundan mikil rigningahelgi samkvæmt veðurspánni, það er allt í besta, alltaf nóg hægt að þrífa ... og svoleiðis skemmtileg inniverk.
Þangað til næst...
Bestu kveðjur,
Jul 5, 2008
Erum að koma heim ... á eftir!
Jæja, eftir frábæra viku í sumarfríi hér í Danaveldi erum við á leiðinni heim - verðum í 10 daga!
Við erum sko vægast sagt búin að hafa það gott hér í sumarfríinu. Fyrri hluta vikunnar voru strákarnir ennþá á leikskólanum og þá notuðum við tækifærið og fórum í golf á frábæran golfvöll hér í Árósum.
Nýju garðhúsgögnin okkar eru heldur betur búin að sanna gildi sitt - við erum heldur betur búin að sitja í garðinum, oft með nágrönnum okkar ...
Við fengum líka óvænta hringinu frá Simma og Hrund "matarklúbbs"vinum okkar en þau voru staðsett í sumarbústað hér rétt hjá. Við skelltum okkur til þeirra og gistum eina nótt. Fórum á ströndina og elduðum góðan mat og spjölluðum.
Jóel Kristinn er nú formlega hættur á leikskólanum og byrjar næst í Viby skole í byrjun ágúst. Kennslan byrjar 11. ágúst en hann byrjar fyrst í SFO-inu (skolefritidsordningin) þar sem hann fær nokkra daga til að kynnast krökkunum, skólanum og starfsfólkinu áður en skólinn byrjar formlega.
Fannar Ingi er auðvitað kominn í sumarfrí og fer næst "aleinn" á leikskólann í ágúst. Það verða viðbrigði fyrir hann að vera án bróður síns - en hann hefur sko bara gott af því.
Annars ætla ég núna að skella í ferðatöskur, og undirbúa ferð í Löveparken. Við ætlum nefnilega í dýragarðinn á leiðinni út á flugvöll.
Lendum í Keflavík seint í kvöld - sjáumst
Við erum sko vægast sagt búin að hafa það gott hér í sumarfríinu. Fyrri hluta vikunnar voru strákarnir ennþá á leikskólanum og þá notuðum við tækifærið og fórum í golf á frábæran golfvöll hér í Árósum.
Nýju garðhúsgögnin okkar eru heldur betur búin að sanna gildi sitt - við erum heldur betur búin að sitja í garðinum, oft með nágrönnum okkar ...
Við fengum líka óvænta hringinu frá Simma og Hrund "matarklúbbs"vinum okkar en þau voru staðsett í sumarbústað hér rétt hjá. Við skelltum okkur til þeirra og gistum eina nótt. Fórum á ströndina og elduðum góðan mat og spjölluðum.
Jóel Kristinn er nú formlega hættur á leikskólanum og byrjar næst í Viby skole í byrjun ágúst. Kennslan byrjar 11. ágúst en hann byrjar fyrst í SFO-inu (skolefritidsordningin) þar sem hann fær nokkra daga til að kynnast krökkunum, skólanum og starfsfólkinu áður en skólinn byrjar formlega.
Fannar Ingi er auðvitað kominn í sumarfrí og fer næst "aleinn" á leikskólann í ágúst. Það verða viðbrigði fyrir hann að vera án bróður síns - en hann hefur sko bara gott af því.
Annars ætla ég núna að skella í ferðatöskur, og undirbúa ferð í Löveparken. Við ætlum nefnilega í dýragarðinn á leiðinni út á flugvöll.
Lendum í Keflavík seint í kvöld - sjáumst
Subscribe to:
Posts (Atom)