Jul 5, 2008

Erum að koma heim ... á eftir!

Jæja, eftir frábæra viku í sumarfríi hér í Danaveldi erum við á leiðinni heim - verðum í 10 daga!

Við erum sko vægast sagt búin að hafa það gott hér í sumarfríinu. Fyrri hluta vikunnar voru strákarnir ennþá á leikskólanum og þá notuðum við tækifærið og fórum í golf á frábæran golfvöll hér í Árósum.
Nýju garðhúsgögnin okkar eru heldur betur búin að sanna gildi sitt - við erum heldur betur búin að sitja í garðinum, oft með nágrönnum okkar ...
Við fengum líka óvænta hringinu frá Simma og Hrund "matarklúbbs"vinum okkar en þau voru staðsett í sumarbústað hér rétt hjá. Við skelltum okkur til þeirra og gistum eina nótt. Fórum á ströndina og elduðum góðan mat og spjölluðum.

Jóel Kristinn er nú formlega hættur á leikskólanum og byrjar næst í Viby skole í byrjun ágúst. Kennslan byrjar 11. ágúst en hann byrjar fyrst í SFO-inu (skolefritidsordningin) þar sem hann fær nokkra daga til að kynnast krökkunum, skólanum og starfsfólkinu áður en skólinn byrjar formlega.
Fannar Ingi er auðvitað kominn í sumarfrí og fer næst "aleinn" á leikskólann í ágúst. Það verða viðbrigði fyrir hann að vera án bróður síns - en hann hefur sko bara gott af því.

Annars ætla ég núna að skella í ferðatöskur, og undirbúa ferð í Löveparken. Við ætlum nefnilega í dýragarðinn á leiðinni út á flugvöll.

Lendum í Keflavík seint í kvöld - sjáumst

No comments: