Jóel Kristinn leikur sér úti í sólinni þess á milli sem hann er í skólanum.
Fannar Ingi leikur sér úti í sólinni .... líka í leikskólanum.
Helgi Kristinn reynir að sinna náminu en þarf stundum (svolítið oft) að fá langa pásu til að geta verið úti í sólinni.
Lóa Björk reynir stundum að sinna ritgerðarskrifum en vill frekar bara vera úti í sólinni.
Veðurfréttir: Hér er sól alla daga og hitinn á bilinu 15°- 20° (auðvitað heitara þegar maður situr í sólinni). Apríl stefnir skv. dönsku veðurfréttunum í met í fjölda sólskinsstunda sem er bara gott.
Gestafréttir: Eftir brottför afa og ömmu á Selfossi eftir páskana fengum við góðan gest í næturgistingu, mat og drykk. Svenni (hennar Regínu) á leið framhjá og kom við hjá okkur við góðar undirtektir heimilisfólksins. Í næstu viku er von á ömmu Guðlaugu sem ætlar að hitta börn og barnabörn í nokkra daga. Viku síðar er svo von á Kristínu Hrefnu og öllu hennar liði í nokkra daga skemmtiferð og munum við einmitt halda upp á afmæli Jóels 8. maí þegar Kristín og fjölskylda verða hér - voða gaman! Nú þar á eftir síðar í maí er von á doktor Jóel og það verður sko varla leiðinlegt heldur..... Frekari gestakomur hafa ekki verið boðaðar .... sumarið ekki planað hjá fjölskyldunni en það kemur bara í ljós hvernig það verður.
Næst á dagskrá er svo að fagna fæðingu enn eins frændans í Svíaveldi en á allra næstu dögum munu Pétur Orri og Tómas Atli eignast lítinn bróður .... það verður sko fjör á Seltjarnarnesinu og í sveitinni þegar við systurnar mætum með liðið - næst þegar við hittumst 5 strákar!!!!!
Jæja bestu kveðjur