Síðustu dagar hafa farið í að borða mikið af góðum mat, undirbúa máltíðir og ganga frá eftir máltíðir - hehe. Við höfum jú reynt þess á milli að ganga smá og smyrja nesti og svo höfum við að sjálfsögðu gefið okkur tíma til að borða íslensku páskaeggin okkar mmmmmmmmmmm......
Reyndar fórum við í Legoland á föstudaginn langa þar sem við þeyttumst á milli tækjanna í 7 og hálfan klukkutíma og skemmtum okkur konunglega að venju. Afinn og amman voru dregin upp í alls konar lestir og rússíbana og stóðu þau sig með mikilli prýði.
Á páskadag var varla hægt að átta sig á því að við vorum ekki á Íslandi. Allir fengu íslensk páskaegg frá Nóa og Síríus og svo var íslenskt lambalæri um kvöldið það eina sem kannski var svolítið ó-íslenskt var veðurfarið en það var auðvitað sólbaðsveður eins og er búið að vera síðustu vikuna og er spáð áfram þá næstu. Við erum að tala um ca. 15 - 19° sem er bara alveg fínt í fyrri hluta apríl mánaðar.
Á morgun tekur svo alvaran aftur við. Strákarnir þrír fara allir í skólana sína - leikskólann - grunnskólann og háskólann og húsmóðirin verður að gjöra svo vel að koma sér aftur á skrið í lokaritgerðinni. Stefnan er að klára ritgerðina í júní til að vera ekki með þetta hangandi yfir sér í allt sumar!
Sem sagt allir vel nærðir eftir gott páskafrí,
bestu kveðjur
No comments:
Post a Comment