Það var mikið fjör í afmælinu hjá Jóel Kristni. Við fengum allan bekkinn hans hingað í eldhresst morgunpartý þann 7. maí. Grilluðum pylsur í garðinum og buðum upp á fótboltaköku og saftevand. Það getur verið mjög athyglisvert að fá svona litríkan hóp í afmælisboð þ.s. nokkrir mega ekki borða svínakjöt og svo er einhver með eggjaofnæmi ........ þannig að við auðvitað suðum kjúklingapylsur í eldhúsinu svo þær myndu ekki komast í snertingu við svínakjötið á grillinu og svo var sett eggjalaust deig í muffins-form til að gæta að eggjaofnæminu. Það er eins gott að vera með þetta allt á hreinu!
Kristín Hrefna, Borgar, Breki og Marselía mættu hér um miðja nótt aðfararnótt afmælisdagsins 8. maí og voru því hér með öllum nágrönnum okkar í smá grillafmæli fyrir Jóel á afmælisdaginn. Á laugardaginn hélt prógrammið áfram því við brunuðum í Djurs Sommerland þar sem hlaupið var á milli rússíbana og annarra skemmtitækja fram að lokun með smá nestishléum þó. Síðan var auðvitað farið heim að grilla!
Sunnudagsprógrammið var svo ferð í Ljónagarðinn (Givskud Zoo) sem er alltaf jafn skemmtilegur. Ljónin vöktu að venju mesta lukku!!!! Nú um kvöldið var svo auðvitað farið heim að grilla ..... en ekki hvað... Á mánudeginum var margþætt prógramm Fannar og Jóel fóru í skólann, Borgar og Helgi í golf og við hin í bæinn í H&M ferð, eftir að allir höfðu klárað sitt fórum við öll saman með epli og gulrætur í Bambaskóginn og svo smá á ströndina. Um kvöldið var svo farið út að borða ....mmmm...
Eftir þessa viðburðaríku og góðu daga þurftu allir bara að snúa sér að sínu og takast á við verkefnin sem biðu!
Framundan er í vikunni leiksýning og bekkjarkvöld hjá Jóel Kristni, vorferð og kaffiboð hjá Fannari, próflestur og ritgerðavinna hjá fullorðna fólkinu eeeeeen á föstudagskvöldið er aftur von á góðum gesti - að þessu sinni er von á Jóel bróður eða doktor Jóel sem er núna í útskriftardjammi með læknisfræðinni en kemur til okkar og verður hér í Árósum í nokkra daga. Bara gaman!
Jæja bestu kveðjur,
No comments:
Post a Comment