Jun 29, 2008
Amma afmælisbarn!
Lilja frænka er reyndar nýbúin að eiga afmæli líka - svo við sendum henni líka afmæliskveðjur!
Annars bara ekkert nýtt. Erum búin að vera mest í því að borða og spila...........
Strákarnir að leika sér - eins og alltaf
Helgi í golfi - eins og hann myndi helst "alltaf" vilja vera...
húsmóðirin í tölvunni, búin að taka til, borða köku ...
Bestu kveðjur
Jun 27, 2008
Sumarfrí :-)
Þessa dagana erum við fullorðnafólkið mjög upptekið við að hvíla okkur, fara í bæinn og svoleiðis. Það er líka svo ánægjulegt fyrir okkur námsmennina að versla svolítið á útsölunum þar sem gengið á dönsku krónunni er "bara" rúmlega 17 núna.
Þannig að kannski við notum bara sumarfríið í að finna út hvernig við getum sparað...
Strákarnir eru svolítið í því að meiða sig þessa dagana. Jóel fékk gat á hausinn í síðustu viku, en hann harkaði það nú af sér og við slepptum því að heimsækja slysó - það er víst svo roooosalega löng bið þar og þetta var nú ekkert alvarlegt! Í dag var hringt af leikskólanum út af Fannari. Hann meiddi sig á puttanum sem bólgnaði vel upp og létum við læknirinn kíkja á puttann sem sem betur fer reyndist í lagi - bara bólginn.
Annars er núna komið helgarfrí ... framundan matarboð fyrir nágranna okkar sem björguðu okkur algerlega í upphafi verkfallsins þegar við allt í einum vorum upp fyrir haus í verkefnaskilum og próflestri og strákarnir heima - allan daginn!
Minnum svo á að við komum heim að kvöldi 5. júlí og förum aftur 15. júlí...
Bestu kveðjur,
Jun 21, 2008
Örstutt
Strákarnir alsælir með að vera komnir aftur á leikskólann!
Helgi Kristinn alsæll með að vera kominn í sumarfrí.
Ég alsæl með að það sér bráðum fyrir endann á þessara löngu verkefna- og prófatörn. Eitt próf eftir nk. miðvikudag!
Eftir miðvikudaginn verður svo hafist handa við að sinna öllu því sem ekki hefur verið sinnt sl. 1000 vikur (kannski smá ýkjur en mér líður samt eins og þess törn sé búin að vera svona lengi). Ofarlega á listanum eru hversdagslegir hlutir eins og þrif og svoleiðis en engu að síður mikilvægt má búast við ferð á golfvöllinn, í miðbæinn, á ströndina, út í garð að nota nýju garðhúsgögnin, dýragarðurinn með strákunum......................
Gott ef ég er bara ekki farin að hlakka til að vakna næsta fimmtudagsmorgun og byrja að vinna úr þessum verkefnum.
Komum svo heim 5. júlí og verðum í 10 daga!!!
Bestu kveðjur,
Jun 13, 2008
Ha! Verkfallið að leysast...
Þetta passar vel fyrir strákana mína. Í síðustu viku léku þeir með afa og ömmu og þessa vikuna með Tinnu og Hörpu. Þær fara heim á mánudag og leikskólinn opnar á þriðjudag!
Helgi Kristinn er kominn í sumarfrí. Vaknaði með þvílíkt bros í morgun, bros af stærðargráðu sem hefur ekki sést lengi hér i Beykiskóginum. Nú er bara að sinna heimilinu og áhugamálunum á meðan húsmóðirin klára prófin sín "bara" 12 dagar eftir...
Kuldahretið sem Jyllands-Posten sagði yfirvofandi er komið. Hitastigið hefur farið allt niður í 16°gráður auk þess sem það hafa fallið nokkrir dropar! Þetta gengur náttúrlega ekki - persónulega finnst mér þetta nú ekki nóg til að tala um kuldahret og sumarlok - þetta er bara hin fínasta sumarblíða + örlítið auðveldara að hanga inni yfir bókunum í þessu veðri.
Annars vorum við að fá nýtt glæsilegt útiborð og stóla. Maður verður að eiga almennilegt sett svona þegar maður er svona mikið úti í garðinum!
Sem sagt framundan er í næstu viku:
Helgi Kristinn: sumarfrí (örugglega reynt að komast í golf!)
Lóa Björk: próflestur (próf mánudag og miðvikudag í næstu viku og svo eitt viku síðar)
Jóel Kristinn: fótbolti og leikskóli frá þriðjudegi
Fannar Ingi: leikskóli frá þriðjudegi - loksins!
Bestu kveðjur,
Jun 8, 2008
Hver er að sjá um börnin?
Nú þegar verkfallið virðist verða endalaust og foreldrarnir alltaf í próflestri þarf einhver að sjá um börnin.
Drengirnir voru þvílíkt heppnir í síðustu viku en á sunnudagskvöld mættu hingað afi og amma á Selfossi tilbúin til að sjá um börnin alla vikuna - þvílíkur lúxus og þjónusta. Strákarnir nutu þess að þvælast um allt með ömmu og afa, í göngutúra, fótboltavöllinn og strætóferð í bæinn og svoleiðis. Á fimmtudag var svo Grundlovsdag sem er frídagur og þá fórum við öll í 3 ára afmælisveislu til Egå sem var mjög gaman! Afi og amma fóru svo heim á föstudagseftirmiðdag.
Fótboltinn hjá Jóel einkennir föstudaga og laugardaga þessar helgarnar. Um helgina fórum við með Jóel á mót í Solbjerg. Það er ótrúlega gaman að fara í alla þessa litlu bæi með flottu fótboltavellina að spila á mótunum, bæir sem maður annars kæmi líklega aldrei til!
Eftir fótboltamótið í gær fórum við (ekki pabbinn samt) í Legoland. Tilgangurinn var sem sagt að sækja næstu barnapíur en það eru sem sagt Tinna og Harpa sem eru úr Snælandsskóla. Við nýttum nú ferðina til að fara í nokkur tæki - auðvitað áður en við fórum heim með stelpurnar. Hitinn nú um helgina hefur verið "einum of" nánast bara erfitt að vera í bílnum á leiðinni í Lego þar sem hitinn í forsælu var kominn hátt í 30°.
Í dag eru svo strákarnir bara að þvælast um hverfið með Hörpu og Tinnu. Kíkt á leikvellina auk þess sem við fengum lánaða buslulaug í garðinn til að börnin réðu betur við hitann! Nú er svo komið að því að veðurspáin segir að næsta vika verði bæði kaldari og með rigningu. Reyndar stendur í Jyllands-Posten að sumarið sé búið í bili og kuldahret á leiðinni en skv. veðurspánni er það allt niður í 18° hita. (Ég sem hélt að 18° væri bara ágætishitastig!!!)
Jæja verð að halda áfram lestrinum,
Kv.