Jun 8, 2008

Hver er að sjá um börnin?

Nú þegar verkfallið virðist verða endalaust og foreldrarnir alltaf í próflestri þarf einhver að sjá um börnin.

Drengirnir voru þvílíkt heppnir í síðustu viku en á sunnudagskvöld mættu hingað afi og amma á Selfossi tilbúin til að sjá um börnin alla vikuna - þvílíkur lúxus og þjónusta. Strákarnir nutu þess að þvælast um allt með ömmu og afa, í göngutúra, fótboltavöllinn og strætóferð í bæinn og svoleiðis. Á fimmtudag var svo Grundlovsdag sem er frídagur og þá fórum við öll í 3 ára afmælisveislu til Egå sem var mjög gaman! Afi og amma fóru svo heim á föstudagseftirmiðdag.

Fótboltinn hjá Jóel einkennir föstudaga og laugardaga þessar helgarnar. Um helgina fórum við með Jóel á mót í Solbjerg. Það er ótrúlega gaman að fara í alla þessa litlu bæi með flottu fótboltavellina að spila á mótunum, bæir sem maður annars kæmi líklega aldrei til!

Eftir fótboltamótið í gær fórum við (ekki pabbinn samt) í Legoland. Tilgangurinn var sem sagt að sækja næstu barnapíur en það eru sem sagt Tinna og Harpa sem eru úr Snælandsskóla. Við nýttum nú ferðina til að fara í nokkur tæki - auðvitað áður en við fórum heim með stelpurnar. Hitinn nú um helgina hefur verið "einum of" nánast bara erfitt að vera í bílnum á leiðinni í Lego þar sem hitinn í forsælu var kominn hátt í 30°.

Í dag eru svo strákarnir bara að þvælast um hverfið með Hörpu og Tinnu. Kíkt á leikvellina auk þess sem við fengum lánaða buslulaug í garðinn til að börnin réðu betur við hitann! Nú er svo komið að því að veðurspáin segir að næsta vika verði bæði kaldari og með rigningu. Reyndar stendur í Jyllands-Posten að sumarið sé búið í bili og kuldahret á leiðinni en skv. veðurspánni er það allt niður í 18° hita. (Ég sem hélt að 18° væri bara ágætishitastig!!!)

Jæja verð að halda áfram lestrinum,

Kv.

3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir síðast elsku fjölskylda.
Það var ótrúlega skemmtilegt að vera með strákunum og stundum ykkur í þessu frábæra danska veðri.
Gangi ykkur vel með lærdóminn.
knús og kveðjur
Amma og afi á Selfossi.

Anonymous said...

I inclination not concur on it. I assume precise post. Expressly the designation attracted me to review the intact story.

Anonymous said...

Good dispatch and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thank you for your information.