Jæja, þá er þessari prófatörn lokið!
Þessa dagana erum við fullorðnafólkið mjög upptekið við að hvíla okkur, fara í bæinn og svoleiðis. Það er líka svo ánægjulegt fyrir okkur námsmennina að versla svolítið á útsölunum þar sem gengið á dönsku krónunni er "bara" rúmlega 17 núna.
Þannig að kannski við notum bara sumarfríið í að finna út hvernig við getum sparað...
Strákarnir eru svolítið í því að meiða sig þessa dagana. Jóel fékk gat á hausinn í síðustu viku, en hann harkaði það nú af sér og við slepptum því að heimsækja slysó - það er víst svo roooosalega löng bið þar og þetta var nú ekkert alvarlegt! Í dag var hringt af leikskólanum út af Fannari. Hann meiddi sig á puttanum sem bólgnaði vel upp og létum við læknirinn kíkja á puttann sem sem betur fer reyndist í lagi - bara bólginn.
Annars er núna komið helgarfrí ... framundan matarboð fyrir nágranna okkar sem björguðu okkur algerlega í upphafi verkfallsins þegar við allt í einum vorum upp fyrir haus í verkefnaskilum og próflestri og strákarnir heima - allan daginn!
Minnum svo á að við komum heim að kvöldi 5. júlí og förum aftur 15. júlí...
Bestu kveðjur,
Jun 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment