Hér á heimilinu ríkir mikil óregla varðandi svefntíma þeirra bræðra. Drengirnir "fengu" aldrei að fara að sofa á eðlilegum tíma á meðan veisluhöldunum á Íslandi stóð og nú eftir að heim er komið er erfitt að koma svefninum í rétt horf annað hvort er erfitt að sofna vegna fyrri óreglu eða eitthvað annað skemmtilegt að gera.
Fórum t.d. í dag í dýragarðinn í Álaborg. Lögðum ekki af stað heim fyrr en um hálf níu og þá átti eftir að keyra í rúman klukkutíma. Fannar Ingi sofnaði í bílnum en sá stóri (þessi með lausu tönnina) ekki fyrr en eftir að heim var komið. Annars var gaman í dýragarðinum, fullt af spennandi dýrum t.d. ísbirnir, ljón og tígrisdýr sem alltaf er spennandi að skoða, skemmtilegir apar og fleira. Þrátt fyrir öll þessi spennandi dýr fannst strákunum eiginlega skemmtilegast í klifrugrindinni og búðinn þar sem þeir fengu að kaupa sér smá dýr sem minjagrip...
Nú er bara að finna eitthvað skemmtilegt til að viðhalda óreglunni á þeim bræðrum næstu daga, framundan gott veður (ef veðurspáin rætist) þannig að við verðum bara úti að leika...
Bestu kveðjur,
Jul 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Aumingja þið að vera í öllum þessum hita. Við finnum sárlega til með ykkur. Sem betur fer er engin sól á Íslandi, bara ský og rok. Hjúkkkkk.
ARG!
Þórunn mín - næsta blogg er sérstaklega tileinkað þér!
kv. Lóa Björk
Post a Comment