Oct 16, 2008

Haustfrí

Við höfum haft í nógu að snúast að undanförnu!
Um síðustu helgi voru fimm börn hér á heimilinu, 2ja, 3ja, 5, 6 og 7 ára. Það vill svo vel til að allt eru þetta vel upp alin og góð börn þannig að ekki er hægt að kvarta. Eftir helgina höfum við samt verið að spá í það hvernig það væri hægt að koma svona mörgum börnum í tómstundir og veita hverju og einu næga athygli ef maður ætti 5 börn alla daga! En þetta gekk sem sagt svona líka ljómandi vel og helgin gekk aðallega út á að undirbúa mat, gefa að borða og ganga frá eftir matinn - með nokkrum ferðum út að leika svona inn á milli!

Íslenska kreppan er mætt hingað á heimilið í formi óvissu um hvenær og hvort hægt verði að millifæra nægan pening fyrir mat og reikningum við erum samt ekkert að stressa okkur á þessu - tökum á þetta íslenska "þetta reddast" hugsunarháttinn. Helgi bakar og bakar brauð (sem er sko bara enn betra) og matseðill heimilisins hefur aðeins breyst þar sem grjónagrautur og aðrir snilldarréttir fá meira pláss á matseðlum vikunnar!

Þessa vikuna er haustfrí í flestum skólum Danaveldis. Helgi þarf reyndar að mæta í skólann sinn og SFO-ið og leikskólinn eru opin þó að það séu ekkert svo mörg börn þar þessa vikuna. Jóel fór í SFO mánudag og þriðjudag. Þegar við sóttum hann mánudag var hann með nokkrum krökkum og SFO-pædagogunum að borða súpu úti á skólalóðinni en súpuna elduðu þau á báli. Á þriðjudag fór hann svo í dagsferð á leiksvæði einhversstaðar út í bæ - alltaf sama fjörið hjá honum. Fannar var á leikskólanum á mánudag og þriðjudag og fékk að fara með strætó i den Gamle by með hópa af leikskólakrílum á þriðjudaginn - voða gaman hjá honum líka.

Til að gera eitthvað í haustfríinu fórum við í dag með Þórunni og Jóa og börnunum þremur (sem voru hjá okkur um helgina) í Legoland. Þar skemmtum við okkur í rússíbönum, alskonar lestum, 4D bíó og og og ..... í allan dag. Auðvitað var kreppunni mætt með nestispökkum með heimabökuðu brauði og bakkelsi - bara gaman!

Sem sagt gott í okkur hljóðið og allir jákvæðir,
Bestu kveðjur

No comments: