Oct 30, 2008

Hér eru allir í fínu formi

Eins og alltaf þá höfum við það gott hér fjölskyldan. Um síðustu helgi komu amma og afi á Selfossi til okkar og dekruðu við börn og fullorðna. Við fengum íslenskt lambalæri, íslenska ýsu, flatkökur og hangikjöt og svo auðvitað súkkulaðirúsínur og erum því voða íslensk í matarræðinu þessa dagana - og auðvitað þvílíkt ánægð með það!



Strákarnir fengu endalausa þjónustu hjá ömmu sinni sem las, spilaði og pússlaði eftir pöntunum - þvílíkt dekur!
Hápunktur helgarinnar var nú samt 3 daga afmælisveisla Fannars Inga. Á sunnudaginn hófst partýið með kaffiboði fyrir alla Íslendingana í götunni (og auðvitað Gedved-fjölskylduna). Á mánudag var afmælisdagurinn sjálfur og á þriðjudag var haldið uppá daginn á leikskólanum þar sem pabbinn mætti með græna drekaköku handa öllum börnunum á leikskólanum - það er sko alveg haft fyrir hlutunum!

En sem sagt vel heppnuð afmælishelgi með góðum gestum, veitingum og ánægðu afmælisbarni.

Nú tekur við lærdómsátak. Það er víst nóg af verkefnum sem bíða þess að vera kláruð.... Það kemur ekkert annað til greina en að nýta nóvember eins vel og hægt er til að eiga möguleika á að eiga smá tíma til jólaundirbúnings í desember.

Annars bara bestu kveðjur,

No comments: