Mar 21, 2009

Rólegheit

Allt gott að frétta héðan úr rólegheitunum.

Það er engin spurning að vorið er nánast komið hér í Danmörkunni.  Búið að vera upp undir 10° alla síðustu viku og menn hafa sest út í sólina .... í flíspeysunni ... og horft á vorlaukana sem eru komnir í ca. 15 cm hæð.  Annars hafa víst fæst orð minnsta ábyrgð því það á víst að kólna aftur í næstu viku en það verður nú vonandi sem minnst úr því.  Við erum sko alveg tilbúin að fá almennilegt vor - sem fyrst!

Við höfum bara verið mest hérna heima við og reynt að sinna skyldunum síðustu dagana.  Fórum reyndar í tvær góðar afmælisveislur um síðustu helgi þar sem við fengum hressilegan skammt af góðum kökum. Það besta var að veislurnar voru hvor á eftir annarri.  Fórum sem sagt fyrst kl. 13 í 5 ára prinsessuafmæli til Völu sem er dóttir eins skólafélaga Helga og svo beint þaðan til Jóns Freys sem var var víst aðeins meira en 5 ára!!! Helgi fékk að velja afmælisgjöfina hans Jóns Freys og auðvitað keypti hann fjarstýrða þyrlu.... en ekki hvað

Annars erum við Helgi bæði í ritgerðarskrifum þessa dagana. Helgi er að skila ritgerð um Heuristic algorithm of truckload bleeeeeeeeeee.... þetta er líklega eitt mest óspennandi ritgerðarefni sem ég hef kynnst og frekar ólíklegt að þetta eigi eftir að nýtast honum í framtíðinni. Í stuttu máli er hann að fjalla um og reikna út leiðarkerfi fyrir flutningabíla ....
Ég er bara að reyna að skrifa gengur hægt ......... en gengur þó!

Fannar Ingi er bara í leikskólanum að leika við íslensku börnin eins og venjulega, kemur svo heim og leikur við íslensku börnin eins og venjulega....
Jóel Kristinn er að undirbúa tvær sýningar. Á fimmtudaginn er sirkus hjá bekknum hans Jóels í SFO-inu og mun hann leika þar listir sínar sem einhvers konar bardagamaður - hann hefur það líklega frá Jóel frænda sínum (móðurbróður).  Á sunnudaginn eftir viku er svo lokasýning í fimleikunum eða springgymnastik.

Við eigum svo von á góðum gestum um páskana. Afi og amma á Selfossi munu mæta á svæðið og dekra við barnabörnin eins og venjulega ........... geri ég ráð fyrir :-)   

Sem sagt bara allt rólegt og gott hér í Viby,
Bestu kveðjur

1 comment:

Kristín Pétursdóttir said...

Gaman að sjá að lífið gengur sinn vana gang í Danmark eins og á Íslandinu. Hafið það gott í páskafríinu, á nokkuð að læra og læra þá? Þið fáið voanandi Nóa- Sirius páskaegg með ömmunni og afanum frá Íslandi :o)
Knúsar, Kristín P :o)