Kristín og Borgar komu um páskana í fyrra og þá voru köldustu páskar í DK í manna minnum..... það er spurning hvað gerist núna.....
Annars er það að frétta af Fannari Inga 4ra ára að hann er farinn að hjóla um allt hverfið án hjálpardekkja. Drengurinn settist upp á hjól nágrannans í síðustu viku og bara hjólaði af stað þannig að pabbi hans tók hjálpardekkin af litla hjólinu hans og nú hjólar hann bara út um allt með bros á vör!!!
Nú erum við fullorðna fólkið að átta okkur á því að það er kominn maí og nú verður sko aldeilis að taka sig á í náminu. Ótrúlegt að flytja til útlanda til að læra og mega svo eiginlega bara ekkert vera að því að læra.... en þessu verður reddað á næstu dögum og vikum. Fram til ca. 18. júní verða "allar" lausar mínútur notaðar í lærdóm.
Bestu kveðjur
1 comment:
Þótt kommentum sé farið að fækka, þá haltu endilega áfram að skrifa Lóa mín. Það er svo notalegt að lesa þetta öðru hverju.
Bestu kveðjur,
afi Sæli.
Post a Comment