Best að sinna fjölskyldufréttaflutningnum svona rétt á maður tekur smá pásu!
Nú er gestatímabilinu lokið í bili. Það er að sjálfsögðu búið að vera frábært að sjá framan í fólkið sitt og algerlega nauðsynlegt fyrir drengina sem hlakka alltaf mikið til að fá ömmur og afa og frændur og frænkur frá Íslandi í heimsókn. Það er auðvitað alltaf tilefni til að borða góðan mat og skreppa í göngutúra eða á ströndina með gestunum.
Núna í síðustu gestatörn komu Benta frænka sem reyndar var mest inni í Horsens þar sem amma og afi á Seltjarnarnesi komu á sama tíma og voru hjá okkur. Við náðum nú samt að gefa Bentu smá gott að borða og svona þannig að þetta var í góðu lagi. Afi Jóel og amma Stína komu til okkar eftir heimsókn til Kára frænda (Margrétar og Arnarson og Péturs Orra og Tómasar Atla litla bróður) og fjölskyldu í Stokkhólmi. Þau fengu líka smá gott að borða þess á milli sem við röltum um, skruppum á ströndina, í Bazar Vest að kaupa grænmeti eða niður í bæ. Þau "gömlu" hjónin þurftu reyndar heilmikið að sjá um sig sjálf... hehe.. þar sem við vorum öll komin á fullt í skólum og vinnu.... en þetta er svo sjálfbjarga....
Nú er vinnan komin á fullt hjá mér. Í síðustu viku hitti ég nemendurna og kynnti áætlun vetrarins og reyndi svona aðeins að átta mig á hvernig hópar þetta eru sem ég er að fara að kenna. Í stuttu máli líst mér mjög vel á þetta allt saman, auðvitað erfitt að gera þetta allt á dönsku en þvílík reynsla sem ég er að fá, þetta er sko hörku áskorun....
Helgi er búinn í sumarkúrsinum, tók próf sl. föstudag og þetta gekk bara allt alveg ágætlega, niðurstaðan kemur samt ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Næsta önn byrjar svo á fullu á morgun, 1. september.
Jóel Kristinn er eins og áður sæll og glaður í skólanum og finnst mjög gaman að læra og er alltaf jafn duglegur, að því sem foreldrunum finnst! hehe
Nú er vikulega keppt í fótbolta og í fyrsta sinn keppa þeir í fimm manna liðum og á stærri mörk en áður.
Taekwondo tímabilið var víst stutt að þessu sinni, hann er búinn að ákveða að fara frekar aftur í springgymnastik eins og í fyrra vetur.
Fannar Ingi fer á kostum þessa dagana. Hann fékk senda æfingabók með stöfum og tölum (geitunginn) í pósti frá ömmu og afa á Selfossi og nú er hann búinn að sita tímunum saman og leysa verkefni með stæl. Hann er á þremur dögum búinn að klára 31 blaðsíðu í bókinni. Þar sem hann sýnir þessu svona mikinn áhuga og þurfti auðvitað alltaf að vera fá lánað úr pennaveskinu hans bróður síns fórum við í gær og keyptum handa honum eigið pennaveski. Þannig að nú er hann stoltur 4 ára eigandi 3 hæða pennaveskis!!!
Framundan er svo bara rútína vetrarins, vinna, skóli, keyra og sækja í íþróttir og svo auðvitað allir foreldrafundirnir í skóla, SFO, leikskóla........
Að lokum má segja að það sé nokkuð líklegt að við munum koma heim í haustfríinu sem er ca. 11. - 18 október.
Bestu kveðjur,
Aug 31, 2009
Aug 16, 2009
Útivinnandi
Jæja þá er maður orðinn útivinnandi hér í Danmörku! Vinnan fer vel af stað, samstarfsfólkið í VIA University College, Læreruddannelsen í Århus eru greinilega snillingar í að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og nú er bara að krossa fingur og vona að nemendurnir geri slíkt hið sama.... úff. Það verður eflaust dálítið skrítið í byrjun að mæta í kennslustofuna og í stað þess að hafa þar ca. 20 - 25 grunnskólabörn þá munu mæta manni í hverjum bekk ca. 30 fullorðnir einstaklingar ... sem tala dönsku!!!! En nú er bara að nota tímann vel þangað til stúdentarnir mæta og undirbúa kennsluna sem allra best! Næstu viku hef ég til undirbúnings og alls konar fundarhalda þannig að það er ennþá smá tími til stefnu.
Það er reyndar ekki það eina sem framundan er í vikunni. Benta "litla" systir er mætt í heimsókn hún verður hér þangað til á þriðjudag en þá fer hún til Horsens og Pabbi og Kristín mæta til okkar eftir nokkra daga í Stokkhólmi. Nóg að gera í gestamóttöku sem er sko bara gaman - sérstaklega eru Fannar Ingi og Jóel Kristinn alltaf jafn ánægðir með svona heimsóknir :-)
Skólinn er nú kominn á fullt hjá Jóel Kristni sem er nú að vinna í námsbókum og á loksins að lesa heima, svona til að æfa sig svolítið. Hann fær lestrarbækur í skólanum með þeim fyrirmælum að lesa 15 - 20 mínútur á dag en það er bara einn galli þarna á, það tekur hann ekki nema ca. 3 - 5 mínútur að lesa bókina. En þetta er nú kannski ekki alvarlegt vandamál, það er víst til nóg af öðrum bókum til að lesa í!!! Jóel fór á fyrstu Taekwondo æfinguna sína í síðustu viku og er voða spenntur. Hann mun því bæði verða í Taekwondo og fótboltanum í vetur.
Fannar Ingi er bara alsæll með sitt eins og venjulega. Hann sýnir mikinn áhuga á stöfunum og tölunum þessa dagana. Telur alla hluti og spyr um stafina alveg stanslaust sem er bara gaman. Ekki ólíklegt að skólaganga stóra bróður hafi þarna einhver áhrif!
Helgi er svo bara á fullu í sumarnáminu sínu. Hann er búinn að skila einu stóru verkefni og nú er bara eftir ein kennsluvika og svo próf viku síðar.
Annars bara bestu kveðjur,
Það er reyndar ekki það eina sem framundan er í vikunni. Benta "litla" systir er mætt í heimsókn hún verður hér þangað til á þriðjudag en þá fer hún til Horsens og Pabbi og Kristín mæta til okkar eftir nokkra daga í Stokkhólmi. Nóg að gera í gestamóttöku sem er sko bara gaman - sérstaklega eru Fannar Ingi og Jóel Kristinn alltaf jafn ánægðir með svona heimsóknir :-)
Skólinn er nú kominn á fullt hjá Jóel Kristni sem er nú að vinna í námsbókum og á loksins að lesa heima, svona til að æfa sig svolítið. Hann fær lestrarbækur í skólanum með þeim fyrirmælum að lesa 15 - 20 mínútur á dag en það er bara einn galli þarna á, það tekur hann ekki nema ca. 3 - 5 mínútur að lesa bókina. En þetta er nú kannski ekki alvarlegt vandamál, það er víst til nóg af öðrum bókum til að lesa í!!! Jóel fór á fyrstu Taekwondo æfinguna sína í síðustu viku og er voða spenntur. Hann mun því bæði verða í Taekwondo og fótboltanum í vetur.
Fannar Ingi er bara alsæll með sitt eins og venjulega. Hann sýnir mikinn áhuga á stöfunum og tölunum þessa dagana. Telur alla hluti og spyr um stafina alveg stanslaust sem er bara gaman. Ekki ólíklegt að skólaganga stóra bróður hafi þarna einhver áhrif!
Helgi er svo bara á fullu í sumarnáminu sínu. Hann er búinn að skila einu stóru verkefni og nú er bara eftir ein kennsluvika og svo próf viku síðar.
Annars bara bestu kveðjur,
Aug 8, 2009
Sumarfríð búið!
Jæja þá er sumarfríinu hér hjá okkur í DK lokið. Helgi Kristinn byrjaði í skólanum (sumarönn) þann 3. ágúst og tekur eitt fag núna í ágúst. Strákarnir byrjuðu í leikskólanum og SFO-inu á miðvikudaginn og mánudaginn (10. ágúst) byrjar kennslan í skólanum hjá Jóel Kristni sem núna fer í 1.B (2. bekkur á Íslandi heitir jú 1. bekkur hér í Danmörku). Ég (fréttaritarinn) byrja svo formlega í nýju vinnunni minni á mánudaginn þegar ég fer hérna út fyrir Árósa í 2 daga vinnuferð með nýja samstarfsfólkinu mínu í Læreruddannelsen i Århus (VIA University College). Það verður eflaust athyglisvert að mæta þangað, þekkja engan og eiga að byrja á tveggja daga samveru .... úff!!! ... en bara spennandi!
Síðustu vikur erum við bara búin að dunda okkur hér heima, fara í dagsferðir, hjólatúra hingað og þangað og svoleiðis skemmtilegheit. Afi Sæli kom svo hingað á Jótlandið að heimsækja barnabörnin og fjölskyldur þeirra og það var bara frábært! Strákarnir (og við hin) alltaf jafn glöð að fá afana og ömmurnar í heimsókn. Nú getum við bara farið að hlakka til að fá afa Jóel og ömmu Stínu seinna í mánuðinum.
Sem sagt allt gott að frétta
Bestu kveðjur,
Subscribe to:
Posts (Atom)