Aug 8, 2009

Sumarfríð búið!

Jæja þá er sumarfríinu hér hjá okkur í DK lokið. Helgi Kristinn byrjaði í skólanum (sumarönn) þann 3. ágúst og tekur eitt fag núna í ágúst. Strákarnir byrjuðu í leikskólanum og SFO-inu á miðvikudaginn og mánudaginn (10. ágúst) byrjar kennslan í skólanum hjá Jóel Kristni sem núna fer í 1.B (2. bekkur á Íslandi heitir jú 1. bekkur hér í Danmörku). Ég (fréttaritarinn) byrja svo formlega í nýju vinnunni minni á mánudaginn þegar ég fer hérna út fyrir Árósa í 2 daga vinnuferð með nýja samstarfsfólkinu mínu í Læreruddannelsen i Århus (VIA University College). Það verður eflaust athyglisvert að mæta þangað, þekkja engan og eiga að byrja á tveggja daga samveru .... úff!!! ... en bara spennandi!

Síðustu vikur erum við bara búin að dunda okkur hér heima, fara í dagsferðir, hjólatúra hingað og þangað og svoleiðis skemmtilegheit. Afi Sæli kom svo hingað á Jótlandið að heimsækja barnabörnin og fjölskyldur þeirra og það var bara frábært! Strákarnir (og við hin) alltaf jafn glöð að fá afana og ömmurnar í heimsókn. Nú getum við bara farið að hlakka til að fá afa Jóel og ömmu Stínu seinna í mánuðinum.

Sem sagt allt gott að frétta
Bestu kveðjur,


2 comments:

Þórunn said...

Góða skemmtun í vinnuferðinni :) Þér er aldeilis hent í djúpu laugina! Skila líka kveðju á alla strákana þína og gangi þeim vel í leikskóla/grunnskóla/háskóla :)

Knús frá Ísl,
Þórunn

Þórunn said...

Jæja, fáum við að heyra sögur af vinnuferðinni og fyrstu dögunum í nýju vinnunni?