Dec 13, 2007

Danskir og íslenskir jólasiðir á aðventunni

Jóel Kristinn og Fannar Ingi eru farnir að njóta hinna 13 íslensku jólasveina, sem mæta nú galvaskir hingað í götuna á hverri nóttu enda svo mörg íslensk börn sem fá í skóinn. Dönsku börnin fá "kalendergaver" allan desember en íslenskt - já takk gildir að þessu leyti hér í götunni. Reyndar er ansi gaman að fylgjast með Jóel Kristni í þessu ferli nú um jólin. Hann á erfitt með að átta sig á því hvernig þetta með jólasveininn getur virkað og spyr margra mjög svo skynsamlegra spurninga en fær óskynsamleg svör til baka. Í gærkvöldi svaraði ég flestum spurningunum hans bara með því að ég skyldi bara ekkert í þessu heldur, þetta væri bara eitthvað eins og töfrar!

Í gær fóru þeir bræður með leikskólanum sínum í strætó á bóndabæ og keyptu jólatré og næsta laugardag er einhver jólasamkoma fyrir foreldra og börn á leikskólanum.
Svona "by the way" þá eru strákarnir mjög glaðir á leikskólanum núna og finnst voða gaman! Í gær ætlaði ég ekki að ná Jóel heim, hann var "upptekinn" við að teikna flugvél með mörgum hreyflum svo hún kæmist rosalega hratt!
Útiveran á leikskólanum er líka alltaf jafn stór partur starfinu þar og með ólíkindum hvað útigallar bræðranna verða endalaust mikið skítugir - það þyrfi nánast að ráða manneskju í fullt starf til að sjá um þrif af þeim bræðrum!

Stærðfræðikennaraneminn, ég, leit aðeins upp úr ritgerðavinnunni á þriðjudag og fór í tíma til Köben ásamt því að mæta í "julefrokost" með fólkinu úr bekknum. Við mættum 6 af 8 nemendum heim til einnar sem býr út á Amager. Flestir hafa heyrt sögur af dönskum julefrokost og ég var ansi spennt að fá að taka þátt í einhverju svona ekta dönsku.
Drykkina áttum við að koma með sjálf en þar sem ég vissi ekki hvað hinir myndu gera keypti ég bæði litla rauðvín og 3 bjóra og hafði í töskunni. Ég fór nú reyndar með alla bjórana heim því það kom í ljós að allir hinir fengu sér bara 1 bjór með matnum og svo bara vatnssopa.
Maturinn var keyptur úr tilbúna kjötborðinu í súpermarkaðnum. Grunnurinn var rúgbrauð, hvítt brauð, remolaðitúpa, majonestúpa, örfáar gúrkusneiðar og cherrytómatar. Upphitað úr kjötborðinu kom svo "þurrt" fiskifillet í raspi (borðað á rúgbrauði með smá remolaðiklessu), "þurr" upphituð purusteik (borðuð á brauði með rauðkáli + majonesi), frikadeller (líka borðaðar á brauði með majonesi og jafnvel rauðkáli), heit leverpostej (skellt á rúgbrauð). Í dessert var svo að sjálfsögðu "ris a la mand" sem bar af, af réttum kvöldsins. Á eftir var farið í pakkaleik og var ég svo heppin að fá tvo jólablýanta - og svo ótrúlega skemmtilega vildi til að þeir eru alveg eins og jólablýantarnir sem jólasveinninn gaf sonum mínum í skóinn í morgun!
Ég setti jólageisladisk með Kór Snælandsskóla í pakkann frá mér og það var einmitt Ole, eini karlmaðurinn í hópnum og mikill áhugamaður um tónlist sem fékk diskinn. Ég gerði það nú meira til gamans að setja diskinn í pakkann en skólafélagar mínir tóku þessu mjög alvarlega og fóru strax að spila diskinn og ræða sönginn. Eftir fyrstu fimm tónana komust þau að þeirri niðurstöðu að svona söngur heyrðist ekki í dönskum skólakórum - Heyr Heyr Heiðrún! (ég get eftir nokkrarferðir á samnorræn barnakóramót - að það er rétt hjá þeim, dönsku stuttermabolakórarnir með shalalala lögin hafa annað sound en Kór Snælandsskóla 2001).

Í kvöld fer svo viðskiptafræðineminn á sinn julefrokost, ég veðja á að það verði fáir þar sem láti sér nægja 1 bjór með matnum!!!!!

Annars bara bestu kveðjur til ykkar allra héðan úr ritgerðavinnunni í Danaveldi,

8 comments:

Best í heimi said...

Hvurslags eiginlega danir eru það sem að fá sér "bara" einn bjór með matnum ????? Þeir eru nú ekki mikið ekta. En það verður bara betra næst.
Kv.Lilja

Anonymous said...

Sammála! Hvers konar fólk er þetta eiginlega sem þú umgengst systir góð? Þú þyrftir helst að kenna þeim sitthvað um danska siði!!!

Anonymous said...

Sammála! Hvers konar fólk er þetta eiginlega sem þú umgengst systir góð? Þú þyrftir helst að kenna þeim sitthvað um danska siði!!!

Anonymous said...

Hæ.
Langt síðan ég hef kíkt á lífið í Danmörku...en hafði tíma til þess í dag.

Uss þetta eru nú aumu Danirnir þarna
hjá þér. Þetta var nú flottara á kennarastofunum sem við heimsóttum um árið!!

Vonandi gengur þér vel (eins og venjulega ) í ritgerðasmíð sem öðru.

Nú á bara eftir að kaupa jólatré og skötu á þessu heimili!! allt annars búið og drengurinn búinn í prófum og sestur við tölvuna! Allt eins og það á að vera...hmhmhm.

Kær kveðja, Vala

Anonymous said...

Almennilegur danskur viðurgjörningur í mat og drykk fæst semsé bara á Íslandi. Þið komið bara heim og fáið almennilegt að borða.

Anonymous said...

Hæ elsku vinir!
Mikið væri nú gaman að fá að sjá ykkur aðeins þegar þið verðið á Íslandi :D Er kannski búið að panta ykkur alla dagana, við hefðum átt að vera búin að taka númer fyrir löngu híhí
Allavega ef þið hafið tíma lausan þá látiði okkur Vesturgötufjölskylduna vita :):):)

Saknaðarkveðjur
Silja Hrund & co

p.s.
Hvað með nýársdag..... HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM eigum við að gera af okkur þá.... ???? :/ aldagömul hefð brotin bara sí svona! :( ja hérna hér!!! ;)

Anonymous said...

Hæ, því miður er Heiðrún hætt með kórinn en í staðinn er Natalía Chow komin og hún lofar mjög góðu:)
Annars vill Benedikt endilega fá heimilisfangið ykkar til að geta sent jólakortið. Risaknús til ykkar allra.
Benedikt og fjölskylda.

Anonymous said...

Sæl Lóa mín.
Sendum þér og fjölskyldunni bestu óskir um gleðileg jól og gæfu á nýju ári. Allt gott að frétta af okkur.

Guðmunda og Hulda Margrét