Dec 2, 2007

Julemanden er kominn til Århus!

Jahá! Það er aldeilis fréttir héðan frá Árósum. Julemanden er kominn! Hann kom á föstudaginn með skipti og fór svo með julenissunum sínum, lúðrasveitum, brunabíl o.fl. í skrúðgöngu um miðbæinn. Við íslensku fjölskyldurnar hér í Beykiskóginum flykktumst að sjálfsögðu niður í bæ og fylgdumst með herlegheitunum. Þetta var voða gaman allt saman. Rétt áður en skrúðgangan kom var líka kveikt á jólaljósunum í göngugötunni og það er alveg yfir meðallagi mikið af ljósum!
Á föstudagskvöldið var opið í búðunum til kl. 24:00. Stemningin minnti einna helst á Þorláksmessu á laugarveginum. Við nýttum tímann og skelltum okkur í nokkrar búðir og erum hér með nánast búin að kaupa allar jólagjafirnar!!!!! Húrra fyrir okkur - sem höfum nánast alltaf átt a.m.k. 15 gjafir eftir á Þorláksmessu og sjaldnast klárað gjafakaupin fyrr en á aðfangadagsmorgun!

Laugardagskvöldið var líka ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í fjölskyldunni. Við skelltum okkur yfir til nágrannanna og spiluðum m.a. Buzz sem er ótrúlega skemmtilegt Play Station spurningaspil! Vorum reyndar dálítið lengi frameftir svona miðað við að eiga tvo gorma sem ekki kunna að sofa út - en þeir settu nú samt persónulegt með drengirnir og sváfu næstu því til kl.9:00 sem er þeirra lang besta frammistaða í því að sofa út!

Í dag sunnudag héldum við áfram að skemmta okkur fjölskyldan. Við skelltum okkur í Storcenter Nord sem er verlsunarmiðstöð hér í Árósum en þar voru tónleikar með dönskum krökkum sem tóku þátt í Melodi Grand Prix 2007 sem er svona skandinavísk Eurovision keppni fyrir krakka. Við Jóel Kristinn horfðum einmitt á úrslitin í beinni útsendingu frá Svíþjóð um síðustu helgi og varð Jóel Kristinn alveg dolfallinn af hinum danska Matthias sem er 14 ára sætur strákur sem rappar, syngur og dansar - og gerir það alveg ótrúlega vel! Jóel Kristinn hefur síðan þá verið að æfa dansspor og "rapp" og tók m.a. þvílík spor í eldhúsinu eftir kvöldmatinn. Allavegana var gaman að geta leyft Jóel að sjá idolið sitt "live" - þetta er jú í fyrsta sinn sem hann eignast eitthvað svona idol!

Tókum okkur einnig til í dag og skelltum upp eitthvað af jólaljósum og skrauti.

Nú er bara spennandi að sjá hvort að eitthvað gangi með lærdóminn í vikunni - ef ekki þá erum við í vondum málum!

Bestu kveðjur til ykkar allra,
P.s. það eru bara 20 dagar þangað til við komum í stutt jólastopp heim

2 comments:

Anonymous said...

Það er orðið talsvert jólalegt í Lambhaganum en jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli eru ekki komnir og ekki erum við búin að kaupa neinar jólagjafir uss suss uss.Langaamma Stína biður kærlega að heilsa hún er hér hjá okkur núna. Hlökkum mikið til að sjá ykkur. Knús og kveðjur úr Lambhaganum

Anonymous said...

Við erum líka jóló hér á Öldugötunni. Benta á kafi í jólaprófum, ég hleyp og kaupi bækurnar kvöldið fyrir prófin (þau byrja yfirleitt ekki fyrr en um hádegi)og svona eina og eina jólagjöf með. Nú á bara allt að vera tilbúið þegar jólaskrautin koma frá Árósum, smemmtileg nýjung ekki satt. Sorlegu fréttirnar eru að Snorri litli hressi kisinn okkar varð fyrir bíl á Ægisgötunni á mánudaginn. Mamman á heimilinu svaf yfir sig svo þegar elskulegur maður hringdi og kom með hann til okkar var hún heima.

Aðventuknús frá okkur hér á Öldugötunni.