Feb 7, 2008

Fréttir úr góða veðrinu

Jamms hér í DK er bara "íslensk vorblíða". 6 - 9 stiga hiti og veðurspáin segir að við megum eiga von á svipuðu áfram. Það er bara fínt. Eini gallinn er að veðrið er einhvernveginn alltaf svo meinlaust - maður bara tekur sjaldnast eftir því hvernig veðrið er nema þegar maður óvart sér veðurfréttir í sjónvarpinu! Við Íslendingar erum jú vön að vera alltaf að spá í veðrinu.

Annars er veðrið víst þannig á Íslandi að það er búið að setja allt flug úr skorðum í dag. Akkurat þegar við eigum að vera að fá hana Bentu systur til okkar. Ég var í Köben áðan - ætlaði að taka á móti litlu systur á Kastrup kl. 19:40 en fluginu hennar hefur bara verið seinkað meira og meira í allan dag. Í augnablikinu er áætlað flugtak frá Íslandi kl. 02:00 sem þýðir lendingu í Köben um 06:00 sem er 10 klukkustunda seinkun + ein svefnlaust nótt. Þetta er auðvitað frábært þegar ætlunin er að fljúga til baka á sunnudag! hmmmmmm.................

Annars var ég í Kaupmannahöfn að byrja í nýju kúrsunum mánudag, miðvikudag og í dag fimmtudag. Dálítið mikið en til að fækka lestarferðalögunum gisti ég á íslensku gistiheimili fullu af þýskum karlmönnum sl. nótt! Ég get bara sagt það að ég læsti mig bara inni í herberginu og fór varla fram á klósettið - ekki það að ég hafi neitt á móti Þjóðverjum, var bara ekki alveg að finna mig svona í þessum aðstæðum!

Strákarnir hafa það gott. Helgi er búinn að vera upptekinn í því að sjá um strákana þar sem konan hans hefur bara verið ýmist í Kaupmannahöfn eða í lestinni á milli Árósa og Köben siðustu daga.
Jóel Kristinn fór með elstu börnunum í leikskólanum í Sirkus í dag og skemmti sér þvílíkt vel. Fannar Ingi fór á meðan með jafnöldrum sínum heim til eins stráksins í leikskólanum í afmælisveislu og skemmti sér líka þvílíkt vel!

Annars bara bestu kveðjur,

No comments: