Feb 22, 2008

Ræktin!!!!!!!!!

Jamms, hvort sem þið trúið því eða ekki - við hjónin erum búin að kaupa kort í ræktinni. Mætum nú nánast daglega í Equinox sem er auðvitað í eigu Íslendinga (World Class) og æfum þar með öllum hinum Íslendingunum. Það er eiginlega dálítið fyndið að fyrst þegar við mættum voru Íslendingarnir sem eru búnir að æfa þarna lengur en við að benda okkur á Tyrkina sem hópa sig þarna saman og láta eins og þetta sé einhver félagsmiðstöð - ................................ þegar við mættum í dag vorum við þarna 4 úr götunni á sama tíma og 2 ný farin og í gærmorgun vorum við einmitt 5 Íslendingarnir úr Beykiskóginum á sama tíma................ þetta er náttúrulega ekki hægt að Tyrkirnir hópi sig svona saman þarna í stöðinni......... Sem sagt hver veit nema við komum bara til með að líta þokkalega út - í góðu formi a.m.k. næst þegar við hittumst!

Annars bara allt í góðu gengi hér. Strákarnir í fínu formi. Jóel Kristinn fer á kostum í reikningi þessa dagana, svarar einföldum plús og mínus dæmum nánast án umhugsunar og notar svo puttana eða aðrar aðferðir þegar tölurnar stækka. Í dag í kaffinu spurði hann okkur foreldrarna stoltur hvað 100 + 100 væri, við auðvitað sögðum bara hmmm.....? En var svaraði sjálfur, nú 200! Í gær skrapp Helgi í smá Þýskalandsferð. Við hin lágum upp í rúmi og lásum Línu langsokk en Fannar Ingi sofnaði yfir bókinni og þá fórum við Jóel Kristinn að spjalla og vildi hann fara í stærðfræðileik, sem er þannig að við skiptumst á að búa til dæmi sem við reiknum svo til skiptis. Nú svo fórum við að spjalla um eitt og annað og spurði ég hann, hvað hann myndi vilja æfa og verða góður í þegar hann verður unglingur ég kom með hugmyndir eins og fótbolta, handbolta...... dans, söng, hljóðfæri og átti auðvitað von á því að svarið yrði fótbolti eða kannski dans - það er nefnilega mikið dansað þessa dagana. En nei, minn svaraði ákveðið - ég ætla vera góður í skóla!
Ég held kannski að við foreldrarnir ættum að fara endurskoða umræðuefnið á heimilinu og snúa okkur að fótboltaumræðum..............

Jæja, skemmtileg helgi framundan. Eurovision á Íslandi - varla hægt að lesa nokkuð íslenskt blað eða opna fyrir beinar útsendingar frá íslenskum fjölmiðlum án þess að allt sé veggfóðrað með Hey.... Hó klúbbnum. Þvílík auglýsingaherferð................... held samt með Regínu .......... ekki að það komi nokkrum á óvart. Enska útgáfan This is my life er mjög flott og gaman að lesa jákvæð comment um þau hjá Eurovision-nördunum á ESC today. Áfram Regína!!!

Góða helgi

1 comment:

Kristín Hrefna said...

Regínu rúst!

Auglýsinga herferð smauglýsingaherferð... bítur ekki á Eurobandið!