Feb 16, 2008

.............það er að brenna..........

Nei, nei............. það hefur bara verið nokkuð rólegt í kringum okkur hér í Beykiskóginum! Reyndar lásum við í blöðunum að það var kveikt í bíl og endurvinnslugámi hér í næstu götu en mestu ólætin hér í Árósum hafa verið í Gellerup þar sem mikill fjöldi innflytjenda býr. Annars vonar maður auðvitað að ástandið fari að róast. Bækistöðvar Jyllands Posten eru hér í okkar hverfi og leikskóli drengjanna er bara örstutt frá..........

Það hefur verið nóg að gera í vikunni. Tvær ferðir húsmóðurinnar til Köben og meira að segja átti ég að vera þar þrjá daga í vikunni en það er bara í hreinskilni sagt of mikið - þannig að ég "skrópaði" einn dag. Á fimmtudag (eftir skóla) skelltum við okkur fjölskyldan í strætóferð niður í bæ - ótrúlega spennandi. Löbbuðum um í göngugötunni og fórum út að borða á Pizza Hut og svo í strætó heim um áttaleytið. Jóel Kristni og Fannari Inga finnst ótrúlega gaman í strætó en Fannar náði nú samt að steinsofna í sætinu sínu við hliðina á stóra bróður á leiðinni heim - þvílík dúlla!

Í Árósum var vetrarfrí í skólum og hjá fjölmörgum fjölskyldum alla síðustu viku. Leikskólinn var opinn en ekki svo mörg börn - aðallega öll íslensku börnin - hehe! Hér er sem sagt vetrarfrí núna í heila viku, mér sem finnst ég varla byrjuð aftur eftir jólafrí - og svo er einmitt svo stutt í páskafríið!!!! Því miður var samt ekki vetrarfrí í skólunum okkar Helga og voru okkar drengir því á leikskólanum mest alla vikuna. Þar sem börnin voru færri en venjulega var boðið upp á alls konar lúxus, nammi, videó og svoleiðis skemmtilegtheit. Við fengum reyndar samviskubit yfir því að okkar drengir fengju ekkert frí þannig að þeir fengu frí á föstudag - svona rólegan lúxusdag með mömmu sinni þar sem pabbinn var í skólanum allan daginn. Við spiluðum löngu vitleysu, lásum bækur, bökuðum köku og fleira skemmtilegt...................... það mætti gjarnan vera svona vetrarfrí alla daga...................

Annars er vika í úrslit íslenska Eurovision - höfum verið að horfa á lögin á netinu og haft gaman af - sumu. Ég þarf líklega ekkert að útskýra hvaða lag ég vil senda til Serbíu................ Hef reyndar haft mjög gaman af Hey hey hey, say ho ho ho auk þess að hafa alltaf haft gaman af Barða og mikið álit á honum sem tónlistarmanni. Ég verð bara að viðurkenna að ég efast um að hópurinn (nema Ceres4 - heitir hann það ekki) sé tilbúinn í live flutning í beinni útsendingu og því gríðarstóra apparati sem keppnin úti er fyrst útkoman varð svona vandræðaleg í "litlum" sjónvarpsþætti sl. laugardag. Mín skoðun er bara sú að það þurfi meiri reynslu til að ráða hreinlega við að skila kraftinum og húmornum til allrar Evrópu ef þetta á að vera skemmtilegt - sorrý - bara mín skoðun!
Sem sagt skemmtum okkur með Hey...Ho... heima á Íslandi en sendum svo eitthvað traust út til Evrópu t.d Regínu og Friðrik!

Skruppum til Horsens í dag.................. að hitta skemmtilegt fólk! Það er sem sagt þorrablót í Horsens í kvöld þar sem Bermúda spilar og Daði vinur okkar sér um hljóðið hjá þeim. Skelltum okkur því í bíltúr til Horsens (30 mín) til að hitta Daða og Þóru Sif. Það var sko frábært að fá aðeins að hitta vini sína að heiman - þó það hafi bara verið örstutt - enginn tími fyrir matarboð, spil eða annað. Jóel Kristinn var alsæll með ferðina, við fórum nefnilega í salinn þar sem hljómsveitin var að "soundtékka" og var drengurinn þvílíkt spenntur að fá að heyra í hljómsveitinni. Við fengum líka nýja diskinn þeirra - sem var spilaður bæði í bílnum og eftir að við komum heim og bað Jóel okkur um að hækka svona 20 - 30 sinnum (Fannar fékk bara hausverk - fannst "soundtékkið" allt of hátt!!!).
Jóel kvartaði líka undan því að Aníta væri ekki með pabba sínum en tók alveg gleði sína þegar hljómsveitin byrjaði að spila.

Sunnudagur á morgun og örugglega kaffi í Sveitinni - við erum orðin nokkuð flink í að sjá um sunnudagskaffið sjálf - þó svo að ekkert komi í staðinn fyrir Sveitina á sunnudegi!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Bestu kveðjur

3 comments:

Kristín Hrefna said...

Styttist í að ég geri innrás í Danaveldi... verið viðbúin:)

Thora Sif said...

Æðislegt að hitta ykkur elsku vinir um helgina!!! :-) Vonandi komum við sem fyrst aftur og þá með Anítu okkar og ekkert stress, bara í heimsókn til ykkar! ;-)
*knús&kram*

daxarinn said...

Hrikalega var gaman að hitta ykkur á förnum vegi, útí hinum stóra heimi.

Fannar Ingi: Þú hefðir nú getað komið til mín og beðið mig um að lækka rétt á meðan þú varst að reyna að fíla grúvið í bandinu. :-)

Það var rætt á leiðinni heim, og eftir að heim var komið, að kýla á Árósaferð í nánustu framtíð.

Hafið það sem allra best,
Kv,
Daði