Þeir bræður eru opinberlega yfirlýstir töffarar - hér með!!
Það var reyndar fyrir páska sem Jóel Kristinn fór með pabba sínum í klippingu og kom heim með þvílíka töffaragreiðslu. Fannar Ingi var veikur heim og fékk því ekki að fara með en nú er búið að bæta úr því og fóru Fannar og Helgi í feðgaferð í klippingu á fimmtudaginn. Hér að ofan má sem sagt sjá útkomuna. Þess má geta að við förum alltaf á íslenska hárgreiðslustofu - auðvitað - allt svo íslenskt hjá okkur hér í DK!!! hhmmmmmmmmmmm
Annars er bara allt á fullu í lærdómi og útiveru í góðu veðri. Strákarnir þrír voru einir heima tvo daga (eina nótt) í vikunni þegar húsmóðirin skellti sér í verkefnavinnu í Köben. Þeir létu sér ekki leiðast og héldu grillpartý bæði kvöldin! Nú er bara verið að reyna að vinna og vinna, það verður að viðurkennast það þetta er ansi tæpt hjá mér með að ná að ljúka öllum verkefnunum. Ég á eftir að skrifa u.þ.b. 106 bls. af skilaverkefnum á 30 dögum (skil 27. maí) fyrir utan vikulegan lestur og dæmi fyrir fyrirlestrana sem hefur yfirleitt verið nóg fyrir vinnuvikuna! Var t.d. til kl. 00:00 í gærkvöldi og ætla nú snarlega að hætta þessu blog-veseni til að halda áfram!!!
Verð samt að minna ykkur á þá merkilegu staðreynd að það eru bara 12 dagar þangað til Jóel Kristinn verður 6 ára!!!!!!!!!! Getur það verið - hann sem fæddist eiginlega bara í fyrradag! En áður en að því kemur fáum við ömmu Guðlaugu í heimsókn. Það er eins gott að drífa sig í að læra svo maður nái a.m.k. að segja hæ og kannski aðeins að njóta þess að fá hana í heimsókn - þrátt fyrir annatíma.
Bestu kveðjur úr Beykiskóginum sem er að verða sumar-grænn!