Apr 20, 2008

Gaman hjá okkur!

Þá er helgin eiginlega liðin! Að þessu sinni var löng helgi þar sem að á föstudaginn var store bededag og þá eru auðvitað allir í fríi.

Við héldum upp á daginn með því að fara í Cirkus!! Þetta var sko svona alvöru - Cirkus Arena - 3 tíma show með fílum, hestum, sæljónum, trúðum, akrobati, Kung-fu listamönnum, brasilískum mótorhjólamönnum sem keyrðu í lítilli kúlu - fimm í einu!!! - og miklu miklu fleira. Þetta var skemmtun fyrir alla fjölskylduna - ekki bara minni börnin.........

Á laugardaginn fóru strákarnir í afmæli hjá vinum sínum og jafnöldrum hér í götunni. Bræður sem héldu upp á 4ra og 6 ára afmæli í sól og sumaryl. Við fullorðna fólkið söfnuðumst saman í öðrum garði og sóluðum okkur á meðan. Eftir laugardagsgrillið okkar var svo spilað við nágrannana.

Í dag var ekki ský í himni - í allan dag! Þvílík veðurblíða. Við bara sátum í garðinum, bökuðum sunnudags-súkkulaðikökuna og höfðum það gott. Seinni partinn skruppum við svo í göngutúr um lystbådehavnen að skoða allar flottu skúturnar. Þetta er æðislegt svæði - með veitingastöðum og huggulegheitum að dönskum stíl. Eigum pottþétt eftir að taka að skreppa þangað oftar. Ótrúlegt hvað það virðist endalaust vera hægt að finna nýja og nýja skemmtilega staði til að skreppa á hér í Árósum!

Eins og sést á þessari upptalningu - var EKKERT lært um þessa löngu helgi. Það var fyrst og fremst vegna veðurs - hmmmmm - en hvernig verður þetta þá í júní ef ekki er hægt að læra vegna veðurs í apríl!!!!!!!!!!
Nei, nú verða námsmennirnir að taka sig á og setja í gírinn - Power study alla næstu viku - ekkert annað í boði!!!

Jóel Kristinn er loksins búinn að fá bréf frá kommununni varðandi skóla fyrir næsta vetur. Hann var sem sagt metinn (úr dönskuprófinu - í janúar) þannig að hann fer í venjulegan bekk með meðalstuðning í dönsku. Það er bara fínt. Þar sem það er kvóti á fjölda tvítyngdra barna í hverjum bekk fékk hann ekki boð um hverfisskólann - eins og við bjuggumst eiginlega við - en fékk boð um Viby skole, sem er ekkert mikið lengra frá en hverfisskólinn. Það verður vonandi bara allt í lagi. Það eru reyndar nánast engar upplýsingar um skólann á netinu þannig að við vitum lítið um þennan skóla - annað að hann er þekktur fyrir að vera með mörg tvítyngd börn og kemur vel út úr 9. bekkja prófunum hér í DK.
Nú er bara að fara að huga að undirbúningi 6 ára afmælis stóra stráksins!!! Það er eiginlega bara ótrúlega stutt í 8. maí!
Verð að bæta við einu sætu gullkorni frá kvöldverðarborðinu áðan. Allt í einu og alveg upp úr þurru segir drengurinn: "Mér finnst mjög leiðinlegt að amma mín fótbrotnaði aftur!" (Amma Lóa er nefnilega búin að lærbrotna tvisvar í vetur). Það er sem er nú fallegast við þetta að hvorki amma Lóa né nokkuð henni tengt var til umræðu þannig að þetta koma bara beint frá hjartanu! Sætur!

Annars bara lærdómskveðjur,

No comments: