Fékk SMS frá einni hér í götunni áðan - verkfallið er að leysast, leikskólarnir opna á fimmtudaginn!
Þetta passar vel fyrir strákana mína. Í síðustu viku léku þeir með afa og ömmu og þessa vikuna með Tinnu og Hörpu. Þær fara heim á mánudag og leikskólinn opnar á þriðjudag!
Helgi Kristinn er kominn í sumarfrí. Vaknaði með þvílíkt bros í morgun, bros af stærðargráðu sem hefur ekki sést lengi hér i Beykiskóginum. Nú er bara að sinna heimilinu og áhugamálunum á meðan húsmóðirin klára prófin sín "bara" 12 dagar eftir...
Kuldahretið sem Jyllands-Posten sagði yfirvofandi er komið. Hitastigið hefur farið allt niður í 16°gráður auk þess sem það hafa fallið nokkrir dropar! Þetta gengur náttúrlega ekki - persónulega finnst mér þetta nú ekki nóg til að tala um kuldahret og sumarlok - þetta er bara hin fínasta sumarblíða + örlítið auðveldara að hanga inni yfir bókunum í þessu veðri.
Annars vorum við að fá nýtt glæsilegt útiborð og stóla. Maður verður að eiga almennilegt sett svona þegar maður er svona mikið úti í garðinum!
Sem sagt framundan er í næstu viku:
Helgi Kristinn: sumarfrí (örugglega reynt að komast í golf!)
Lóa Björk: próflestur (próf mánudag og miðvikudag í næstu viku og svo eitt viku síðar)
Jóel Kristinn: fótbolti og leikskóli frá þriðjudegi
Fannar Ingi: leikskóli frá þriðjudegi - loksins!
Bestu kveðjur,
Jun 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ÆÆæææ... ég vil fara að fá ykkur heim!
Post a Comment