Jul 27, 2008

Lífið í hitabylgjunni

Nú stendur yfir hitabylgja hjá okkur hér í Danaveldi!

Húsbóndinn á heimilinu tók sér frí frá inniverunni og við fórum öll fjölskyldan og eyddum föstudeginum í Djurs Sommerland. Í tilefni af háu hitastigi vorum við stærstan part dagsins í vatnagarðinum að sulla í sundlaugum, renna og almennt að fá smá brúnan lit!

Í gær var afmælisveisla í götunni, það var reyndar svo heitt í garðinum að flestir flúðu inn yfir heitasta tímann. Fórum svo eftir afmælið til Horsens að hjálpa Lilju, Jóni og Bentu Völu að flytja í íbúð þar sem þau ætla að búa næstu tvo mánuðina.

Í dag fórum við svo á ströndina. Það er alltaf gott að fara á ströndina í svona hita því það getur orðið ansi heitt hér í lokuðum garðinum! Hver veit nema við skellum okkur bara aftur á ströndina á morgun og náum okkur í smá meiri lit ... (Þórunn! líst þér ekki vel á það??? hehe)

Af Helga er það helst að frétta að hann er "alltaf " að kaupa sér nýtt dót! Í matarboði hjá Svenna og Regínu í Íslandsferðinni fékk hann þessa svakalegu flugvéla/þyrlu/fjarstýringa-bakteríu. Núna er hann búinn að lesa og lesa um fjarstýrðar þyrlur og kaupa sér tvær....


Bestu kveðjur héðan úr sólarlandaveðrinu,

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Ég held að þið séuð bara kominn með sólsting... besta ráðið við honum er að senda sólina til Íslands!

Knús frá húsmóðurinni úr vesturbænum:)

Anonymous said...

Æ gott að heyra að þið náið upp smá lit :) Annað væri náttúrulega alveg skelfilegt. Annars var hitamet slegið í Reykjavíkinni í gær, rúmlega 26 stiga hiti og ég sat í sólinni allan daginn! Ég verð þá kannski ekki alveg eins og snjór á litinn þegar við hittumst á ný :)

Skilum kveðju á húsbóndann og "góðrar-lukku-kveðjum"!

Kveðja, Þórunn og co.