Aug 3, 2008

Eitt ár!

Þá er komið eitt ár frá því að við fluttum hingað til Danmerkur!

Á þessu ári höfum við lært vægast samt mjög mikið....

Fannar Ingi var bara smápeð með bleiu þegar við fluttum en er núna "stór" strákur sem talar bæði dönsku og íslensku, hleypur hér sjálfur milli húsa til vina sinna. Hann er mikill rússíbanamaður og í skemmtigörðunum eru það bara hæðatakmarkanirnar sem stoppa hann af í tækjunum! Frá og með þriðjudeginum (þegar sumarfríið er búið) verður hann í fyrsta skipti einn á leikskólanum þ.e. án stóra bróður, það verður nú bara gott fyrir hann.

Jóel Kristinn var auðvitað orðinn nokkuð sjálfstæður og duglegur þegar við fluttum og hefur honum bara farið fram síðan þá. Hann er helsti framburðarsérfræðingur fjölskyldunnar er kemur að dönskunni. Hann er hættur á leikskóla og orðinn alvöru skólastrákur, byrjar meira að segja á morgun í SFO-inu (heilsdagsskólanum) og næsta mánudag (11. ágúst) í skólanum sjálfum!
Hann er búinn að keppa á nokkrum fótboltamótum og fá tvo verðlaunapeninga auk þess sem hann er mikill áhugamaður um hina ýmsu skemmtigarða!

Við foreldrarnir erum auðvitað búin að læra eitthvað smá í dönsku, kynnast fullt af nýju fólki, læra einhvern slatta í náminu okkar en umfram allt erum við búin að læra að slaka svolítið á og gefa okkur tíma til að vera saman fjölskyldan! (það á nú samt bara við þegar það eru ekki próf... en það eru svolítið oft próf...)
Helgi er nú búinn að kynnast nokkrum nýjum golfvöllum og eignast slatta af nýjum græjum á árinu ... hehe
Sjálf er ég nýbúin að prófa að vera stungin af geitungi og get sagt ykkur, að það er verra en ég átti von á!

Annars er bara gott að frétta af okkur hér í upphafi okkar annars árs í DK. Við erum búin að vera með góða gesti, afi Sæli og Benta frænka eru búin að vera með okkur síðustu daga og eru nú í Horsens hjá Lilju frænku og fjölskyldu. Saman erum við öll búin að taka hefðbundinn túristarúnt, þ.e. Djurs Sommerland, Löveparken og miðbæ Árósa, borða og slappa af!

Framundan eru svo góðir gestir frá Svíþjóð sem fá einnig einhverja góða túristameðferð!

Bestu kveðjur,

1 comment:

Anonymous said...

Hlökkum mikið til að sjá ykkur. Gerum að sjálfsögðu ráð fyrir frábæru veðri í dk, þar sem það á að rigna svakalega á okkur nú í vikunni, sérstaklega í dýragarðinum þegar maður getur ekki verið inni!!!
Kveðja,
Moster & fjölsk.