Jæja á meðan húsbóndinn skellti sér í Boldspil med Fannar Inga skellti húsmóðirin sér upp í næsta strætisvagn (svona að dönskum sið) og niðrí Viby skole (sem er skólinn hans Jóels) þar sem boðað var til foreldraviðtals. Nú það er skemmst frá að segja að viðtalið gekk auðvitað rosa vel. Fyrsta setning kennarans var einfaldlega at "det er en pragtful dreng vi har" (sem er gott - ef einhver skyldi ekki skilja dönsku - hehe). Nú drengurinn er sem sagt læs á dönsku sem er mjög gott því það hefur enginn kennt honum að lesa á dönsku en einhvern veginn hefur hann bara lært dönsku hljóðin og bara les........... sem er gott!
Hann er líka búinn að taka þroskapróf sem er tekið af sálfræðingi og talpædagog og kemur út sem bráðduglegur og glaður drengur. Kennarinn er bara ánægður með dönskuna hans sem virðist ekki há honum svona í daglegum samskiptum. Svo vitum við foreldrarnir að hann er alsæll í skólanum og það skiptir auðvitað laaaaang mestu máli.
Nú en á meðan á þessu stóð "týndist" Jóel ... svona eiginlega! Hann átti að vera kominn heim með leigubílnum um 15:40-45 en rétt áður en ég þurfti að fara út til að ná strætó var hringt úr SFO-inu þar sem enginn bíll var kominn til að sækja hann. Jóel var búinn að fá leyfi til að fara til Sigurðar vinar síns á meðan ég væri í viðtalinu og ætlaði mamma hans Sigurðar að taka á móti honum fyrst leigubílnum seinkaði. Nú hélt ég bara af stað í rólegheitunum og í viðtalið en þá byrjaði síminn að hringja. Jóel hafði bara alls ekkert skilað sér heim og vonlaust var að ná sambandi við SFO-ið eða leigubílastöðina. Pabbinn áhyggjufullur í íþróttaskólanum, Þórunn nágranni hringjandi út um allt að reyna að hafa upp á drengnum og svo bættist við að kennarinn hans fór að reyna að hringja fyrir mig líka - en enginn náði sambandi við neinn sem vissi neitt!!! Nú eftir viðtalið rölti ég yfir í SFO- ið og fann drenginn þar og klukkan orðin 16:45 (hann á að vera sóttur 15:30). Þar var greyið búinn að bíða í klukkutíma og korter í útifötunum með húfuna á hausnum - öll önnur börn farin heim og Ove, pædagoginn í SFO-inu hans einn eftir með honum. Það besta var að leigubílstjórinn mætti svo loksins á sama tíma og ég...
Annars er hér allt í föstum skorðum, verkefnafjallið virðist nánast óyfirstíganlegt en að fenginni reynslu kemur þetta til með að reddast............ vonandi.
Bestu kveðjur,
Nov 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Gaman að heyra að það gengur vel hjá ykkur. Maður er ekki maður með mönnum nema maður hafi týnst svolítið eða allavega gleymst smá. Þekki eina sem átti pabba sem var agalega upptekin á rafmagnsverkstæðinu stundum og gleymdi stundum sumum... en enginn er verri þó hann gleymist smá... svo lengi sem hann finnst aftur.
Það kemur okkur nú alls ekki á óvart að Jóel skólastrákur sé að standa sig með svona vel - en það er samt gott að vita að allir hinir sjá líka hvað hann er bráðduglegur!!! Ég get alveg ímyndað mér að hjörtun hafi slegið aðeins örar þegar drengurinn skilaði sér ekki. Höfum lent í að "týna" strákum - ekki góð tilfinning.
Lambhagaknús
Frábært að heyra hvað Jóel gengur vel í skólanum og er duglegur strákur. Þið hljótið að vera rífandi stolt af drengnum. Hann kippir í kynið, verð ég að segja, ekki eru foreldrarnir neitt annað en jákvætt og klárt fólk þannig að hann á nú ekki langt að sækja. Annars höfum við það öll ljómandi gott hér í Mos. Knús til ykkar allra :)
Post a Comment