Fyrsta vikan eftir Afmælið hefur svo sannarlega liðið hægt og rólega. Það tók nú flesta fullorðna í götunni a.m.k. fram á miðvikudag að ná nokkuð eðlilegri heilsu aftur eftir glæsilega frammistöðu í afmælinu. Íslendingar í "útlöndum" kunna sko alveg að skemmta sér og eru ekkert að láta gestgjafana þurfa að bera afganga af mat og drykk heim - virkilega tillitsamt fólk, Íslendingar í Árósum.
Fannar Ingi er búin að vera næstum því lasinn alla vikuna - fékk ekki að fara einn dag á leikskólann en varð samt aldrei almennilega veikur. Með góðan skammt af kvefi, eitt kvöld með verk í eyrunum eins og þegar hann var ungabarn og svo 5 - 6 kommur svona öðru hverju. Greyið var auðvitað hundleitt og t.d. á fimmtudag skreið hann skyndilega inn rúm og hágrét yfir örlögum sínum að þurfa að vera heima á meðan allir hinir voru að leika á leikskólanum! Það sem reddaði málunum var að hann fékk nokkur púsl í afmælisgjöf og núna er hann orðinn ansi leikinn með púslin sín enda margbúið að púsla hvert þeirra!
Jóel Kristinn hefur bara haft það gott í skólanum að venju. Fór í bæjarferðina sína með SFO-inu á mánudag og keypti nokkrar jólagjafir fyrir 30 krónur auk þess að vera boðið í pasta á veitingastað. Það hefur nú örugglega verið dálítið krúttað að sjá fimm, sex ára kríli í bænum að velja jólagjafir fyrir fjölskylduna. Á þriðjudag var svo julekagebagedag í skólanum hans Jóels. Þangað mættu foreldrar, börn og systkini úr bekknum hans Jóels. Við bökuðum piparkökur og súkkulaðibitakökur og tókst að innlifa okkur í danska jólamenningu með æbleskiver og soda eller öl! Það er hægt að sjá einhverjar myndir sem Helgi tók með símanum símum hér: http://share.ovi.com/hkh
Á föstudagskvöld var svo svona næstum því Þorláksmessa í miðbænum þegar það var miðnæturopnun í miðbænum og Julemanden kom til Árósa með tilheyrandi bílalest, lúðrablæstri og skrúðgöngu. Við vorum auðvitað mætt öll fjölskyldan með Sigurð Ragnar vin hans Jóels og svo Bentu Völu og fjölskyldu. Í bænum hittum við svo nánast alla hina Íslendingana úr götunni, Íslendinga úr skólanum hans Helga ........ svona er þetta hérna í Íslendingasamfélaginu.
Benta Vala gisti svo hjá okkur svo foreldrarnir gætu aðeins tekið þátt í skemmtanalífinu í Horsens. Það er sko bara fjör þegar hún er mætt og erfitt að láta sér leiðast. Hún er svo kraftmikil að "stóru" frændur hennar þurfa að hafa sig alla við og heilmikil svona "valdabarátta" á milli Fannars Inga og Bentu Völu. Það þyrfti líka að skrá sérstaklega niður það sem hún segir og gefa út sem brandarabók einhver jólin.... það sem veltur upp úr henni!
Nú þar sem það er sko algerlega miklu meira en nóg að gera í skólanum og Fannar var veikur heima alla vikuna (sem hjálpar víst lítið til í náminu...) þá hefur mér tekist að ná mér í hita og aumingjaskap! Það er nú samt bara tilfallandi og ég vakna án efa eldhress í fyrramálið!
Helgi mun síðan fara um næstu helgi og reyna að fá svolítið af dönskum krónum en honum hefur verið boðið tvö þjónadjobb í fínum veislum í gegnum vikar-skrifstofuna. Hann ætlar að vinna frá 18 - 04 á föstudag og svo strax aftur frá 12 - 18 á laugardag. Þetta er samt bara frábært því hver dönsk króna sem við fáum hér í Danmörku sparar svo margar íslenskar krónur á íslenska reikningnum okkar. Það getur verið mjög fróðlegt að reikna svona úr dönskum yfir í íslenskar. Þegar við fluttum hingað fyrir ári fengu danskir kennarar t.d rúmlega 300 þús íslenskar krónur en í dag líklega yfir 700 þús íslenskar. Samt hafa þeir ekki hækkað í launum og fá bara að það sama fyrir peninginn!!! - Jæja - það má hafa gaman af öllu!!
Bestu kveðjur í bili,
Nov 29, 2008
Nov 21, 2008
Blogg fyrir Þórunni!!!!!!!
Já nú eru að renna upp svona einskonar áramót hér í Bögeskovparken. Síðustu mánuði hefur allt snúist um "fyrir" og "eftir" afmæli............ sko afmælið hennar Þórunnar. Þórunn (þessi sama og tekur að sér að passa börnin mín þess á milli sem hún hjálpar mér með hvítvínið...) verður sko 30 ára á sunnudaginn- og kemst þar með á fertugsaldurinn en á laugardagskvöldið verður partý aldarinnar haldið í veislusal hérna í götunni. Þar sem Íslendingarnir í götunni eru allir búnir að redda sér barnapössun - sem gerist nánast aldrei - hefur verið mikil tilhlökkun í götunni og "allt" snúist um hvað þarf að klárast fyrir afmæli og hvað tekur við eftir afmæli. Þar á meðal hafa Íslendingarir hópast í ræktina flesta morgna vikunnar til að komast í afmæliskjólana (sko stelpurnar) og strákarnir verðið að safna vöðvum til að vera færir um að sýna sig og sjá aðra .....
Þetta er líka svolítið blendin tilfinning fyrir Þórunni, því hún heldur að lífið sé bara nánast búið þegar maður kemst á fertugsaldurinn, ég hef ekkert verið að leiðrétta þann misskilning ... hún kemst bara að þessu á sunnudaginn!
Í tilefni afmælisins fá Fannar Ingi og Jóel Kristinn að gista í Gedved, sem verður öruggleg geðveikt (hehe - aulabrandari....) Þar verða þeir í góðum félagsskap Bentu Völu frænku sinnar og dýragarðsins hennar!
Annars að öðru en afmælisveislufréttum, Helgi fékk sitt fyrsta vikar-job í gær! Það var hringt í hann frá vikar-þjónustunni og hann beðinn um að mæta einn tveir og bingó í eitthvað tölvufyrirtæki í Skejby þar sem hann leysti af í eldhúsinu og eldaði kalkúnarétt fyrir 120 netnörda - og fór létt með það! Við vonum bara að hann fái einhver fleiri svona vikar -störf fyrir jól þar sem þar sem dönsku launin koma sér einstaklega vel þessa dagana.
Allt við það sama hjá okkur hinum - höfum það gott og öllum líður vel,
Jæja til hamingju með daginn á sunnudaginn Þórunn mín!
Jæja bestu kveðjur þangað til eftir afmæli,
Þetta er líka svolítið blendin tilfinning fyrir Þórunni, því hún heldur að lífið sé bara nánast búið þegar maður kemst á fertugsaldurinn, ég hef ekkert verið að leiðrétta þann misskilning ... hún kemst bara að þessu á sunnudaginn!
Í tilefni afmælisins fá Fannar Ingi og Jóel Kristinn að gista í Gedved, sem verður öruggleg geðveikt (hehe - aulabrandari....) Þar verða þeir í góðum félagsskap Bentu Völu frænku sinnar og dýragarðsins hennar!
Annars að öðru en afmælisveislufréttum, Helgi fékk sitt fyrsta vikar-job í gær! Það var hringt í hann frá vikar-þjónustunni og hann beðinn um að mæta einn tveir og bingó í eitthvað tölvufyrirtæki í Skejby þar sem hann leysti af í eldhúsinu og eldaði kalkúnarétt fyrir 120 netnörda - og fór létt með það! Við vonum bara að hann fái einhver fleiri svona vikar -störf fyrir jól þar sem þar sem dönsku launin koma sér einstaklega vel þessa dagana.
Allt við það sama hjá okkur hinum - höfum það gott og öllum líður vel,
Jæja til hamingju með daginn á sunnudaginn Þórunn mín!
Jæja bestu kveðjur þangað til eftir afmæli,
Nov 13, 2008
Afmæliskveðjur heim og smá fréttir
Áður en þið fáið nokkuð að vita um gang mála hér í Bögeskovparken þá viljum við byrja á því að senda ömmu Stínu á Seltjarnarnesinu kæmpe afmæliskveðjur frá okkur öllum! Hún á sem sagt afmæli í dag og við fengum okkur bara soðinn íslenskan fisk og kartöflur í matinn (það flokkast sko undir meiriháttar veislumat á þessu heimili!). Við hefðum auðvitað verið til í eitthvað gott á Unnarbrautinni en það býður bara betri tíma...
Stóru fréttirnar eru samt þær að við fjölskyldan verðum bara hér í Danaveldi um jólin! Það verður örugglega mjög skrítið og bæði erfitt og gaman. Við erum mjög vanaföst, búin að vera síðustu 14 jól í Lambhaganum og verðum því í fyrsta skipti bara við fjölskyldan á aðfangadagskvöld. Á jóladag höfum við alltaf fengið tvær hangikjötsveislur og svo farið í ótal jólaboð dagana á eftir.
Við verðum nú samt ekkert alein í allri Danmörku, Lilja og fjölskylda verða í Gedved þannig að við getum nú haldið a.m.k. eitt fjölskylduboð og svo verða allar íslensku fjölskyldurnar í götunni heima um jólin þannig að þetta getur bara orðið gaman.
Ástæðan fyrir þessu er nú fyrst og fremst tekin til að reyna að standa okkur sem best í náminu. Helgi fer í mikilvægt próf 3. janúar og ég á að skila öllum mínum verkefnum 2. janúar.
Það er eiginlega lítið annað að frétta! Allir glaðir og sælir í sínu. Þeir fullorðnu að reyna að sinna náminu eftir allra bestu getu. Ekki veitir af þar sem nóg er af verkefnum. Ég á t.d. að skila einu stærðfræðiverkefni nk. þriðjudag og svo öðru þremur vikum síðar. Fyrir 2. janúar á ég eftir að skrifa eitt projekt (að hámarki 40 síður) stefni á svona 33 - 35 síður þar og er búin með 4 blaðsíður. Síðan er ein 12 - 14 síðna rannsóknar ritgerð og önnur 5 síðna rannsóknargreining í öðru fagi að ógleymdum öllum lestrinum fyrir hvern tíma + dæmin sem maður verður víst að reikna fyrir tímana. Já - það þarf víst alveg að hafa fyrir þessu öllu saman!!!!
Bestu kveðjur,
Stóru fréttirnar eru samt þær að við fjölskyldan verðum bara hér í Danaveldi um jólin! Það verður örugglega mjög skrítið og bæði erfitt og gaman. Við erum mjög vanaföst, búin að vera síðustu 14 jól í Lambhaganum og verðum því í fyrsta skipti bara við fjölskyldan á aðfangadagskvöld. Á jóladag höfum við alltaf fengið tvær hangikjötsveislur og svo farið í ótal jólaboð dagana á eftir.
Við verðum nú samt ekkert alein í allri Danmörku, Lilja og fjölskylda verða í Gedved þannig að við getum nú haldið a.m.k. eitt fjölskylduboð og svo verða allar íslensku fjölskyldurnar í götunni heima um jólin þannig að þetta getur bara orðið gaman.
Ástæðan fyrir þessu er nú fyrst og fremst tekin til að reyna að standa okkur sem best í náminu. Helgi fer í mikilvægt próf 3. janúar og ég á að skila öllum mínum verkefnum 2. janúar.
Það er eiginlega lítið annað að frétta! Allir glaðir og sælir í sínu. Þeir fullorðnu að reyna að sinna náminu eftir allra bestu getu. Ekki veitir af þar sem nóg er af verkefnum. Ég á t.d. að skila einu stærðfræðiverkefni nk. þriðjudag og svo öðru þremur vikum síðar. Fyrir 2. janúar á ég eftir að skrifa eitt projekt (að hámarki 40 síður) stefni á svona 33 - 35 síður þar og er búin með 4 blaðsíður. Síðan er ein 12 - 14 síðna rannsóknar ritgerð og önnur 5 síðna rannsóknargreining í öðru fagi að ógleymdum öllum lestrinum fyrir hvern tíma + dæmin sem maður verður víst að reikna fyrir tímana. Já - það þarf víst alveg að hafa fyrir þessu öllu saman!!!!
Bestu kveðjur,
Nov 5, 2008
Fyrsta foreldraviðtal skólastráksins Jóels
Jæja á meðan húsbóndinn skellti sér í Boldspil med Fannar Inga skellti húsmóðirin sér upp í næsta strætisvagn (svona að dönskum sið) og niðrí Viby skole (sem er skólinn hans Jóels) þar sem boðað var til foreldraviðtals. Nú það er skemmst frá að segja að viðtalið gekk auðvitað rosa vel. Fyrsta setning kennarans var einfaldlega at "det er en pragtful dreng vi har" (sem er gott - ef einhver skyldi ekki skilja dönsku - hehe). Nú drengurinn er sem sagt læs á dönsku sem er mjög gott því það hefur enginn kennt honum að lesa á dönsku en einhvern veginn hefur hann bara lært dönsku hljóðin og bara les........... sem er gott!
Hann er líka búinn að taka þroskapróf sem er tekið af sálfræðingi og talpædagog og kemur út sem bráðduglegur og glaður drengur. Kennarinn er bara ánægður með dönskuna hans sem virðist ekki há honum svona í daglegum samskiptum. Svo vitum við foreldrarnir að hann er alsæll í skólanum og það skiptir auðvitað laaaaang mestu máli.
Nú en á meðan á þessu stóð "týndist" Jóel ... svona eiginlega! Hann átti að vera kominn heim með leigubílnum um 15:40-45 en rétt áður en ég þurfti að fara út til að ná strætó var hringt úr SFO-inu þar sem enginn bíll var kominn til að sækja hann. Jóel var búinn að fá leyfi til að fara til Sigurðar vinar síns á meðan ég væri í viðtalinu og ætlaði mamma hans Sigurðar að taka á móti honum fyrst leigubílnum seinkaði. Nú hélt ég bara af stað í rólegheitunum og í viðtalið en þá byrjaði síminn að hringja. Jóel hafði bara alls ekkert skilað sér heim og vonlaust var að ná sambandi við SFO-ið eða leigubílastöðina. Pabbinn áhyggjufullur í íþróttaskólanum, Þórunn nágranni hringjandi út um allt að reyna að hafa upp á drengnum og svo bættist við að kennarinn hans fór að reyna að hringja fyrir mig líka - en enginn náði sambandi við neinn sem vissi neitt!!! Nú eftir viðtalið rölti ég yfir í SFO- ið og fann drenginn þar og klukkan orðin 16:45 (hann á að vera sóttur 15:30). Þar var greyið búinn að bíða í klukkutíma og korter í útifötunum með húfuna á hausnum - öll önnur börn farin heim og Ove, pædagoginn í SFO-inu hans einn eftir með honum. Það besta var að leigubílstjórinn mætti svo loksins á sama tíma og ég...
Annars er hér allt í föstum skorðum, verkefnafjallið virðist nánast óyfirstíganlegt en að fenginni reynslu kemur þetta til með að reddast............ vonandi.
Bestu kveðjur,
Hann er líka búinn að taka þroskapróf sem er tekið af sálfræðingi og talpædagog og kemur út sem bráðduglegur og glaður drengur. Kennarinn er bara ánægður með dönskuna hans sem virðist ekki há honum svona í daglegum samskiptum. Svo vitum við foreldrarnir að hann er alsæll í skólanum og það skiptir auðvitað laaaaang mestu máli.
Nú en á meðan á þessu stóð "týndist" Jóel ... svona eiginlega! Hann átti að vera kominn heim með leigubílnum um 15:40-45 en rétt áður en ég þurfti að fara út til að ná strætó var hringt úr SFO-inu þar sem enginn bíll var kominn til að sækja hann. Jóel var búinn að fá leyfi til að fara til Sigurðar vinar síns á meðan ég væri í viðtalinu og ætlaði mamma hans Sigurðar að taka á móti honum fyrst leigubílnum seinkaði. Nú hélt ég bara af stað í rólegheitunum og í viðtalið en þá byrjaði síminn að hringja. Jóel hafði bara alls ekkert skilað sér heim og vonlaust var að ná sambandi við SFO-ið eða leigubílastöðina. Pabbinn áhyggjufullur í íþróttaskólanum, Þórunn nágranni hringjandi út um allt að reyna að hafa upp á drengnum og svo bættist við að kennarinn hans fór að reyna að hringja fyrir mig líka - en enginn náði sambandi við neinn sem vissi neitt!!! Nú eftir viðtalið rölti ég yfir í SFO- ið og fann drenginn þar og klukkan orðin 16:45 (hann á að vera sóttur 15:30). Þar var greyið búinn að bíða í klukkutíma og korter í útifötunum með húfuna á hausnum - öll önnur börn farin heim og Ove, pædagoginn í SFO-inu hans einn eftir með honum. Það besta var að leigubílstjórinn mætti svo loksins á sama tíma og ég...
Annars er hér allt í föstum skorðum, verkefnafjallið virðist nánast óyfirstíganlegt en að fenginni reynslu kemur þetta til með að reddast............ vonandi.
Bestu kveðjur,
Subscribe to:
Posts (Atom)