Nov 21, 2008

Blogg fyrir Þórunni!!!!!!!

Já nú eru að renna upp svona einskonar áramót hér í Bögeskovparken. Síðustu mánuði hefur allt snúist um "fyrir" og "eftir" afmæli............ sko afmælið hennar Þórunnar. Þórunn (þessi sama og tekur að sér að passa börnin mín þess á milli sem hún hjálpar mér með hvítvínið...) verður sko 30 ára á sunnudaginn- og kemst þar með á fertugsaldurinn en á laugardagskvöldið verður partý aldarinnar haldið í veislusal hérna í götunni. Þar sem Íslendingarnir í götunni eru allir búnir að redda sér barnapössun - sem gerist nánast aldrei - hefur verið mikil tilhlökkun í götunni og "allt" snúist um hvað þarf að klárast fyrir afmæli og hvað tekur við eftir afmæli. Þar á meðal hafa Íslendingarir hópast í ræktina flesta morgna vikunnar til að komast í afmæliskjólana (sko stelpurnar) og strákarnir verðið að safna vöðvum til að vera færir um að sýna sig og sjá aðra .....

Þetta er líka svolítið blendin tilfinning fyrir Þórunni, því hún heldur að lífið sé bara nánast búið þegar maður kemst á fertugsaldurinn, ég hef ekkert verið að leiðrétta þann misskilning ... hún kemst bara að þessu á sunnudaginn!

Í tilefni afmælisins fá Fannar Ingi og Jóel Kristinn að gista í Gedved, sem verður öruggleg geðveikt (hehe - aulabrandari....) Þar verða þeir í góðum félagsskap Bentu Völu frænku sinnar og dýragarðsins hennar!

Annars að öðru en afmælisveislufréttum, Helgi fékk sitt fyrsta vikar-job í gær! Það var hringt í hann frá vikar-þjónustunni og hann beðinn um að mæta einn tveir og bingó í eitthvað tölvufyrirtæki í Skejby þar sem hann leysti af í eldhúsinu og eldaði kalkúnarétt fyrir 120 netnörda - og fór létt með það! Við vonum bara að hann fái einhver fleiri svona vikar -störf fyrir jól þar sem þar sem dönsku launin koma sér einstaklega vel þessa dagana.

Allt við það sama hjá okkur hinum - höfum það gott og öllum líður vel,

Jæja til hamingju með daginn á sunnudaginn Þórunn mín!

Jæja bestu kveðjur þangað til eftir afmæli,

3 comments:

Anonymous said...

Vei vei, loksins fékk ég "míns eigins" blogg hérna :) Hlakka til að sjá ykkur á morgun svona rétt áður en ég kemst á grafarbakkann.... Fögnum allavega eins og það sé enginn morgundagur :)

Kveðja héðan úr dalnum,
Þórunn

Best í heimi said...

Jamms það er rétt hjá þér Lóa Það verður sko Gedved í Gedved :)

Anonymous said...

Eins mikið og mér þykir vænt um bloggfærsluna mína, þá væri ég alveg til í að sjá nýja....

Ertu nokkuð að gleyma þér í ritgerðarskrifum? :)

Kveðja úr dalnum,
Þórunn þrítuga