Dec 16, 2008

...og hratt líður desember...

Fannar Ingi jólaklipptur
Jóel Kristinn með jólaklippinguna sína

Tíminn líður hratt nú á gervihnattaöld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld..... sérstaklega nú þegar nóg er að gera!

Smám saman tekst okkur að undirbúa komu jólanna.  Við höfum auðvitað aldrei áður þurft að hugsa fyrir því að eiga eitthvað í matinn um jólinn þar sem við höfum alltaf verið stanslaust í jólaboðum hjá öðrum og stundum tveimur á dag!  .... en með kokkamenntaðan mann á heimilinu hefst þetta nú.  Ég reyni svo bara að vera dugleg að leggja á borðið! (hehe)

Drengirnir fóru í jólaklippinguna í gær. Nú var sko engin kreppuklipping heldur bara alvöru töffaraklipping á íslensku stofunni niðrí bæ!  Myndir af drengjunum nýklipptum fylgja hér með.

Annars er allt við það sama, búið að fara á julehygge í leikskólanum þar sem dansað var í kringum jólatréð og gengin Lúsíu-ganga.  Þeir eru ekkert að stressa sig á því Danirnir hvort börnin eru með eða ekki í svona viðburðum og nú voru það bara 5 börn sem gengu (þar með yfir 15 sem gengu ekki). Fannar Ingi vildi ekki klæða sig í englabúning og ganga undir fögrum Lúsíusöngnum þar sem hann sagðist ekki kunna það......... þar með var það ákveðið!  

Ritgerðarskrif og lærdómur eru bara á sínum stað.  Við reynum að vera dugleg, gengur misvel svona þegar jólin nálgast en þetta reddast vonandi,

Bestu kveðjur,

2 comments:

Anonymous said...

Mikið eru drengirnir flottir!
Það verður fjölmennt í jólaklippingu í dag á þessum bænum, þeir fara allir þrír á sama staðinn og verða klipptir á færibandi :)

Komið þið heim í vetrarfríinu í feb?

she said...

Þvílíku töffararnir... !!! :D