Dec 3, 2008

Til hamingju með afmælið!

Í dag er einn af þessum dögum þar sem það er pínu erfitt að vera ekki heima á Íslandi. Í dag á nefnilega mamman, tengdamamman og amman Anna Þóra 60 ára afmæli sem er sko bara ekkert smá!!
Við fjölskyldan óskum henni innilega til hamingju með afmælið!!!

Einn óvæntur kostur við að búa svona í útlöndum er að þá neyðist maður til að vera snemma í því með jólagjafirnar. Við erum sem sagt búin að afgreiða allar jólagjafir (nema hér inn á heimilið) og senda til Íslands. Lokaskiladagur á jólapökkunum til Íslands með skipinu er í dag sem er frábært fyrir fjölskyldu sem er vön að vera á síðustu stundu, korter í jól!

Nú er bara að setja í fluggírinn í lærdómnum. Helgi þarf að byrja að huga að prófinu sem hann fer í 3. janúar svo hann geti nú tekið sér eitthvað frí yfir jólahátíðina og ég þarf heldur betur að vera dugleg í ritgerðarskrifum. 2. janúar skila ég verkefnamöppu með fjórum verkefnum þar sem ég á eftir að gera eitt verkefnið og lagfæra hin, svo skila ég 40 blaðsíðna projekti um námsmat í stærðfræði (rúmlega hálfnuð með það), Rannsóknarritgerð í International and Comparative Education þar á ég eftir ca. 6 bls og svo að lokum prófverkefni í sama fagi þetta er víst alveg nóg fyrir desembermánuð!

Fannar Ingi og Jóel Kristinn eru alltaf jafn hressir borða nú súkkulaði í morgunmat á hverjum degi (jóladagatalið) og bíða spenntir eftir jólunum. Jóel talar ennþá eins og hann verði heima á Íslandi um jólinn en sættir sig nú samt alveg við að skreppa bara heim í vetrarfríinu í fyrri hluta febrúar. Fannar Ingi er bara alsæll, fagnar nú að hverjum morgni því að mega fara á leikskólann (eftir að hafa verið heima alla síðustu viku).

Bestu kveðjur

No comments: