Hér er allt í rólegheitunum og í raun ekkert að frétta og þar með ekkert merkilegt til að skrifa um!
Við fórum reyndar í jólaföndur í skólann hans Jóels á fimmtudag þar sem við föndruðum músastiga og fléttuðum hjörtu auk þess sem við bjuggum til kertaskreytingar og fengum eplaskífur og jólaglögg. Mjög skemmtilegt.
Annars er ég húsmóðirin rétt að jafna mig eftir heila viku með hita og nokkra daga af stanslausum hósta sem hefur valdið því að ég hef bara verið hálfgerður aumingi. Helgi Kristinn hefur þvert á móti staðið sig með prýði og vann og vann um síðustu helgi. Á föstudaginn frá kl. 18 - 04:15 og svo strax aftur á laugardag frá 12 - 18. Hann var að þjóna í fínum veislum, bera fram mat, dæla bjór og svoleiðis. Kemur sér vel að fá nokkrar danskar krónur svona rétt fyrir jólin.
Það var nú reyndar annað stórafmæli í fjölskyldunni því hann Jóel bróðir eða Jóel frændi (fer eftir því hver talar) varð 25 ára þann 6. desember. Við fjölskyldan sendum honum að sjálfsögðu hamingjuóskir með stórafmælið.
Annars bara það sama verið að læra og læra og drengirnir að leika og leika...
Bestu kveðjur
Dec 8, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ekki veit ég hvernig þetta verður á Þorláksmessu. Engin Lóa Björk í heimsókn með pakka og jólakoss !! Mikið sakna ég ykkar !!!
Post a Comment