Jan 1, 2009

Gleðilegt ár!

Við fjölskyldan óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hlökkum auðvitað til að hitta ykkur öll á nýju ári.

Við höfum haft það rólegt og gott yfir jólin.  Helgi hefur verið að læra fyrir próf og við strákarnir höfum bara verið að leika og slappa af.  Við fórum á jólaball hjá Íslendingafélaginu þar sem synir tónmenntakennarans fengu loksins að heyra og syngja íslensku jólalögin (tónlistaruppeldið eitthvað slappt á heimilinu um þessar mundir).  Þá skruppum við og kíktum á lífvarðaskipti hjá drottningunni sem var hér í Árósum yfir jólin.  Annars erum við bara búin að vera heima! 

Ég var nú eitthvað að læra og á morgun er það lokahnikkurinn - allt á að klárast um helgina.

Áramótin voru mjög skemmtileg hjá okkur.  Við borðuðum með Þórunni, Jóa og börnunum þeirra og það er sko aldrei leiðinlegt hjá okkur!!! Við vorum með kalkún í matinn - þvílíkt vel heppnað. Borðuðum auðvitað yfir okkur, vorum með ótrúlega góða forrétti og tvo desserta líka og magnið af matnum hefði dugað fyrir a.m.k. eina til tvær fjölskyldur í viðbót!  Við skutum auðvitað upp flugeldum um miðnætti og svo var bara tjúttað fram eftir öllu......... kannski aðeins of lengi miðað við að Helgi er að fara í próf á laugardagsmorgun!!

Nú er bara að koma sér í rútínuna aftur - drengirnir fara aftur í skóla á mánudaginn og þá verður að vera búið að koma svefntímanum í réttan farveg aftur.

Sem sagt allt gott héðan á nýju ári!

4 comments:

Jóel K Jóelsson said...

Gleðilegt ár! :D
Hlakka til að sjá ykkur á nýja árinu! Styttist...

Kristín Hrefna said...

Gleðilegt ár!

Gangi þér vel kæri bróðir að læra!

Anonymous said...

Enn og aftur gleðilegt ár elskurnar, nú fer maður bara að telja dagana þangað til þið komið ....... bara fínt að eiga þá inni.

amma

Anonymous said...

Gleðilegt ár öllsömul, og takk fyrir gamla árið. Sjáumst bráðlega!
Afi Sæli.