Jan 16, 2009

Próflestrardagar

Nú snýst heimilislífið bara um próflestur foreldranna.  Ekki það að við séum alltaf að læra - nei nei alls ekki - við bara eigum alltaf að vera að læra eða erum að reyna að vera læra.... og stundum erum við að læra ;-) 

Ég var svo "heppin" að lenda á fyrsta mögulega prófadeginum í stærðfræðiprófinu mínu sem verður ansi erfitt!  Það er alltaf jafn erfitt að fara í þessi munnlegu próf og tala útlensku þar að auki en auðvitað reddast það nú samt (vonandi) það þarf bara að hafa fyrir því. Ég hef nú ekki verið dugleg við að halda einbeitingu eftir verkefnaskilin og er núna að vinna upp það sem ég ætlaði að gera á ca. 10 dögum fyrir próf svona síðustu 3 dagana..... prófið er sem sagt á mánudagsmorgun.  Seinna prófið mitt er á föstudagsmorgun en eftir það byrja ég bara í rólegheitunum að vinna í mastersritgerðinni minni.

Helgi er í rólegheitunum að undirbúa sig fyrir próf sem er næsta föstudag og þá er hann líka búinn í prófum.

Jóel Kristinn missti í fyrsta sinn daga úr skólanum en hann var lasinn heima í gær og í fyrradag. Þar sem við foreldrarnir vorum upptekin við að reyna að læra þurfti hann nú að sætta sig við lágmarksathygli allan daginn, horfa á sjónvarp og svoleiðis.  Til að gera þetta aðeins flóknara þá er tölvan okkar í viðgerð (þar sem allt barnaefnið og leikirnir eru) og Play Station tölvan ónýt ... en einhvern veginn komst fólk af áður en tölvurnar komu......... við erum bara búin að gleyma því hvernig börn léku sér fyrir tíma Play Station þannig að Helgi fór til nágrannanna og fékk leikjatölvuna þeirra lánaða .... hehe.   Jóel Kristinn var svo alsæll í morgun þegar hann fékk leyfi til að fara í skólann enda var afmælisveisla heima hjá einum bekkjarbróður hans.

Það er nú lítið að frétta af Fannar Inga, en engar fréttir eru jú góðar fréttir.  Hann er að minnsta kosti sæll og glaður á leikskólanum og alveg dauðþreyttur á kvöldin.  Í kvöld sofnaði hann t.d. í sófanum yfir Disney stundinni klukkan rúmlega sjö.

Annars er að styttast í Íslandsferðina - bara 3 vikur þangað til við komum og dagskráin alveg að verða þétt skipulögð - hehe! Jóel Kristinn ætlar meira að segja að heimsækja 1.R í Snælandsskóla en þar eru gömlu vinir hans úr leikskólanum. Þá getur hans aðeins fengið að sjá hvernig þetta er í íslenskum skóla á meðan mamma hans hangir á kennarastofunni og spjallar við allt samstarfsfólkið í skólanum.

Jæja best að fara að læra.... eða sofa,
Bestu kveðjur

3 comments:

Anonymous said...

Æ mikið afskaplega er gaman að fá loksins fréttir af ykkur! Maður var alveg farinn að örvænta :) Gangi ykkur nú vel á lokasprettinum í próflestrinum, bráðum getið þið farið að hanga eins og við hin....

Kveðja úr dalnum,
Þórunn

Fjölskyldan said...

Já - það er eins gott að við höfum bloggið til að flytja fréttirnar á milli. Einhver var líka að segja mér frá einhverju sem heitir msn! Hefur þú einhvern tímann heyrt talað um það Þórunn??????? tíhí

Kveðja frá 215
Lóa BJörk

Anonymous said...

Hlökkum til að sjá ykkur :o)