Íslandsferðin varð að einni alsherjar matarveislu. Náðum 17 matar-/kaffiveislum á 10 dögum auk nauðsynlegra heimsókna á KFC, Subway og American Style.
Þó svo að humarinn, lambakjötið, hjónabandssælan og allar hinar kræsingarnar hafi alveg verið ferðarinnar virði þá var það nú fólkið sem við náðum að hitta sem skipti mestu máli. Náðum að knúsa flesta .... hefði nú viljað hitta sumar meira en svona er þetta bara þegar maður þeytist á milli staða non-stop í 10 daga þá nær maður því miður ekki öllum og flestum bara einu sinni - en sådan er det bare!
Fyrir strákana var toppurinn að komast í sund, á snjóþotu og í jeppann hans Gumma frænda auk þess að hitta ömmurnar og afana. Jóel Kristinn fékk líka tækifæri til að hitta gömlu vini sína í Snælandsskóla þar sem hann fékk að vera með í 1. R hálfan dag og var mjög ánægður með það. Honum var líka boðið í heimsókn til Benedikts vinar síns sem var alveg frábært því hann er sko ekkert búinn að gleyma vinunum af Grænatúni. Jóel Kristinn fékk líka tækifæri til að leika við hana Anítu sína og það tók ekki nema svona 1 - 2 mínútur áður en þau voru dottinn í leikgírinn eins og þau hefðu hist síðast í gær!
Núna er fríið búið! Helgi Kristinn kominn á fullt í skólann aftur eftir að hafa náð mjög góðum árangri í janúarprófunum og ég er að reyna að koma mér af stað í ritgerðarvinnuna en ég er sem sagt búin að ljúka öllum fögunum og á bara ritgerðina eftir.
Framundan er mikið fjör. Benta Vala gistir á laugardaginn og það er nú ávísun á action (hehe) og á sunnudaginn verður Fastelavn-hátíð í götunni þar sem börnin fara í búninga og slá köttinn úr tunnunni og á eftir verður boðið upp á fastelavns-boller, öl og aðra drykki. Á mánudag verður svo fastelavn bæði á leikskólanum hjá Fannari og í skólanum hjá Jóel þannig að hér sé bara gaman.
Bestu kveðjur,
1 comment:
já takk fyrir síðast ha. það virðist nú strax orðið langt síðan!
... svo var ég líka að spá hvar það var aftur sem maður gat séð myndir? hmmm
Post a Comment