Apr 2, 2009

Hér er sól og blíða

Já hér er sem sagt komið alvöru vor!  Páskaliljurnar eru byrjaðar að springa út í garðinum og hitastigið er komið vel yfir 10° sem er fínt í byrjun apríl.  Spáin gerir meira að segja ráð fyrir allt að 17° á laugardaginn........ jibbý.

Helgi Kristinn átti afmæli í gær og þá var bara frí hjá okkur fullorðna fólkinu!  Þegar drengirnir voru komnir í skólana sína brunuðum við með Þórunni og Jóa í golf og spiluðum til hádegis. Eftir það var svo haldið niðrí bæ þar sem við fengum okkur lunch við ána mmmmmmm........ röltum svo um í bænum - völdum sumarjakka á afmælisbarnið og fleira skemmtilegt!  Um kvöldið fórum við svo fjölskyldan saman út að borða ............. þannig að þetta var bara hinn besti dagur!

Fyrir utan afmælisveisluna er lítið um að vera hjá okkur í fjölskyldunni .... nema hjá Jóel - þar er allt á fullu!

Sl. fimmtudag var okkur boðið á sirkus í SFO-inu hans Jóels.  Þar voru krakkarnir búnir að undirbúa rosa flotta sýningu.  Jóel var í hlutverki karate-meistara.  Karate-meistaranir voru þrír gríííðarlega sterkir strákar sem fyrst brutu þunna litla spýtu (sem minnti mjög á hrökkbrauð), þá var höggið í sundur prik og að lokum heill múrsteinn!!!! Framlag drengsins var tekið upp á símann hans Helga og má sjá upptöku hér: http://share.ovi.com/users/hkh

Næsta sýning var svo á sunnudaginn þegar við fórum á lokasýningu fimleikanna. Þar sýndu fjölmargir hópar það sem þeir voru búnir að læra í vetur og stóð Jóel Kristinn sig auðvitað einstaklega vel. Hann tekur svona sýningum mjööööög alvarlega, er einstaklega einbeittur á meðan á sýningunum stendur en um leið og sýningarnar eru búnar kemur hann hlaupandi - brosandi út að eyrum - alsæll!

Skemmtiprógrammið átti nú heldur betur að halda áfram hjá Jóel í dag.  Í kvöld átti hann að mæta í sínu fínasta pússi í Galaveislu í skólanum þar sem hann átti að borða og dansa og á morgun er önnur veisla í skólanum því það er útiskemmtun frá kl. 12 - 14 með ýmsum þrautum og leikjum eeeeeeeen
Jóel vaknaði upp í nótt bókstaflega hundlasinn!  Ég hef reyndar bara einu sinni áður séð hann svona slappann en það var þegar hann fékk einkyrningssóttina þegar hann var 3 ára!  Nú liggur hann bara uppi í rúmi með 40° hita og sefur og sefur og sefur.  

Hann verður nú vonandi fljótur að hrista þetta af sér ..... amma og afi á Selfossi koma í næstu viku og svo hefur amma Guðlaug líka boðað komu sína en hún kemur um mánaðamótin apríl/maí þannig að það er ýmislegt framundan!

Bestu kveðjur,

2 comments:

Anonymous said...

Mikið hlökkum við til að koma til ykkar og ekki er nú verra ef það er orðið vorlegt því ekki er nú sérlega skemmtilegt veður hér þessa dagans rok og ausandi rigning í dag. Vonum að Jóel verði orðinn hress þegar við komum.
Knús og kveðja
Amma og afi á Selfossi

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.