Best að sinna fjölskyldufréttaflutningnum svona rétt á maður tekur smá pásu!
Nú er gestatímabilinu lokið í bili. Það er að sjálfsögðu búið að vera frábært að sjá framan í fólkið sitt og algerlega nauðsynlegt fyrir drengina sem hlakka alltaf mikið til að fá ömmur og afa og frændur og frænkur frá Íslandi í heimsókn. Það er auðvitað alltaf tilefni til að borða góðan mat og skreppa í göngutúra eða á ströndina með gestunum.
Núna í síðustu gestatörn komu Benta frænka sem reyndar var mest inni í Horsens þar sem amma og afi á Seltjarnarnesi komu á sama tíma og voru hjá okkur. Við náðum nú samt að gefa Bentu smá gott að borða og svona þannig að þetta var í góðu lagi. Afi Jóel og amma Stína komu til okkar eftir heimsókn til Kára frænda (Margrétar og Arnarson og Péturs Orra og Tómasar Atla litla bróður) og fjölskyldu í Stokkhólmi. Þau fengu líka smá gott að borða þess á milli sem við röltum um, skruppum á ströndina, í Bazar Vest að kaupa grænmeti eða niður í bæ. Þau "gömlu" hjónin þurftu reyndar heilmikið að sjá um sig sjálf... hehe.. þar sem við vorum öll komin á fullt í skólum og vinnu.... en þetta er svo sjálfbjarga....
Nú er vinnan komin á fullt hjá mér. Í síðustu viku hitti ég nemendurna og kynnti áætlun vetrarins og reyndi svona aðeins að átta mig á hvernig hópar þetta eru sem ég er að fara að kenna. Í stuttu máli líst mér mjög vel á þetta allt saman, auðvitað erfitt að gera þetta allt á dönsku en þvílík reynsla sem ég er að fá, þetta er sko hörku áskorun....
Helgi er búinn í sumarkúrsinum, tók próf sl. föstudag og þetta gekk bara allt alveg ágætlega, niðurstaðan kemur samt ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Næsta önn byrjar svo á fullu á morgun, 1. september.
Jóel Kristinn er eins og áður sæll og glaður í skólanum og finnst mjög gaman að læra og er alltaf jafn duglegur, að því sem foreldrunum finnst! hehe
Nú er vikulega keppt í fótbolta og í fyrsta sinn keppa þeir í fimm manna liðum og á stærri mörk en áður.
Taekwondo tímabilið var víst stutt að þessu sinni, hann er búinn að ákveða að fara frekar aftur í springgymnastik eins og í fyrra vetur.
Fannar Ingi fer á kostum þessa dagana. Hann fékk senda æfingabók með stöfum og tölum (geitunginn) í pósti frá ömmu og afa á Selfossi og nú er hann búinn að sita tímunum saman og leysa verkefni með stæl. Hann er á þremur dögum búinn að klára 31 blaðsíðu í bókinni. Þar sem hann sýnir þessu svona mikinn áhuga og þurfti auðvitað alltaf að vera fá lánað úr pennaveskinu hans bróður síns fórum við í gær og keyptum handa honum eigið pennaveski. Þannig að nú er hann stoltur 4 ára eigandi 3 hæða pennaveskis!!!
Framundan er svo bara rútína vetrarins, vinna, skóli, keyra og sækja í íþróttir og svo auðvitað allir foreldrafundirnir í skóla, SFO, leikskóla........
Að lokum má segja að það sé nokkuð líklegt að við munum koma heim í haustfríinu sem er ca. 11. - 18 október.
Bestu kveðjur,
Aug 31, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Takk fyrir þessa skýrslu Lóa mín. Ég bið að heilsa. Það yrði nú aldeilis fínt að fá ykkur til Íslands í heimsókn.
Jibbí jibbí... ég vil sko að þið komið til Íslands!
Svo er ég ákaflega ánægð með þá ákvörðun Jóels að fara frekar í springgymnastik :)
KHH
Post a Comment