Engar fréttir eru góðar fréttir! Þannig er staðan hér.
Dagarnir fljúga áfram og það styttist og styttist til jóla á sama tíma og verkefnamagnið eykst og fleira og fleira er óklárað. Þetta er nú kannski bara eðlilegt ástand svona þegar jólin nálgast en alltaf svolítið yfirþyrmandi að hafa prófin og ritgerðirnar hangandi yfir sér - eeeeeen ennþá meira gaman þegar allt verður yfirstaðið (í lok janúar!)
Fannar og Jóel eru í góðu ástandi, óslasaðir og alltaf að babbla eitthvað á dönsku! Já þetta er að koma. Jóel prófar og prófar og notar bara íslensk orð með dönskum framburði ef hann kann ekki dönsku orðin. Fannar passar sig að við foreldrarnir heyrum hann ekki segja neitt en talar svolítið á leikskólanum.
Þeir skilja þetta helsta á leikskólanum, svona í sambandi við matmálstímana og í hverju þeir eiga að fara út í kuldann og svoleiðis spjall. Annars gerum við foreldrarnir okkur ekki almennilega grein fyrir stöðunni í dag - við vitum bara að þetta er að koma!
Annars er lítið um fréttnæmar uppákomur þessa dagana þar sem skólinn (og svo jólastandið allt saman) hefur forgang.
Bestu kveðjur héðan úr rólegheitunum,
Nov 28, 2007
Nov 21, 2007
Nov 16, 2007
Saumafréttir 2 - læknirinn saumar Fannar Inga
Eins og í öllum alvöru fréttamiðlum má búast við fréttum af slysum og svolítið af blóði hér á fréttasíðu fjölskyldunnar.
Í morgun var Fannar Ingi sleginn í hausinn (ennið - rétt við hársvörðinn) á leikskólanum. Hringt var heim í móður barnsins og hún beðin um að koma og meta ástandið á barninu. Þegar móðirin mætti á staðinn hafði blóðið lekið hressilega úr enni barnsins í um 30 mínútur auk þess sem drengurinn hafði fengið ís til að lina sársaukann (ísinn var sko til að að borða!!!).
Hanne, sem stýrir leikskólanum, hafði boðað komu drengsins til heimilislæknisins sem gerði heiðarlegar tilraunir til að líma sárið en þar sem það gekk ekki þurfti að sauma tvö spor.
Það má sérstaklega taka það fram að Fannar Ingi var sko ekki að grenja yfir svona smáræði, þær á leikskólanum sögðu að hann hafi bara setið rólegur og góður með blóðið lekandi niður andlitið og svo hjá lækninum kom bara smá svona uhuhu (kannski 5 - 7 sek.) þegar læknirnir sprautaði deyfingu í sárið áður en hún saumaði.
Eftir saumaskapinn hjá lækninum var drengnum bara skutlað aftur á leikskólann í blóðugum fötum með deyfingu í enninu þar sem foreldrar barnsins voru svo uppteknir að sinna náminu sínu. Það var sem betur fer í góðu lagi og var hann bara hress og kátur og sýndi öllum á leikskólanum spottana í enninu............ ekki vanur þessari athygli á leikskólanum þessi rólegi drengur!
Í morgun var Fannar Ingi sleginn í hausinn (ennið - rétt við hársvörðinn) á leikskólanum. Hringt var heim í móður barnsins og hún beðin um að koma og meta ástandið á barninu. Þegar móðirin mætti á staðinn hafði blóðið lekið hressilega úr enni barnsins í um 30 mínútur auk þess sem drengurinn hafði fengið ís til að lina sársaukann (ísinn var sko til að að borða!!!).
Hanne, sem stýrir leikskólanum, hafði boðað komu drengsins til heimilislæknisins sem gerði heiðarlegar tilraunir til að líma sárið en þar sem það gekk ekki þurfti að sauma tvö spor.
Það má sérstaklega taka það fram að Fannar Ingi var sko ekki að grenja yfir svona smáræði, þær á leikskólanum sögðu að hann hafi bara setið rólegur og góður með blóðið lekandi niður andlitið og svo hjá lækninum kom bara smá svona uhuhu (kannski 5 - 7 sek.) þegar læknirnir sprautaði deyfingu í sárið áður en hún saumaði.
Eftir saumaskapinn hjá lækninum var drengnum bara skutlað aftur á leikskólann í blóðugum fötum með deyfingu í enninu þar sem foreldrar barnsins voru svo uppteknir að sinna náminu sínu. Það var sem betur fer í góðu lagi og var hann bara hress og kátur og sýndi öllum á leikskólanum spottana í enninu............ ekki vanur þessari athygli á leikskólanum þessi rólegi drengur!
Nov 15, 2007
Myndavélafréttir
Rétt í þessu var viðskiptafræðineminn, Helgi Kristinn að eignast glænýja, rándýra myndavél Canon 40D og einhverja svaka fína linsu (líka rándýra).
............svona er að vera fátækur námsmaður í útlöndum...........
Fréttaritari vill sérstaklega taka það fram að það var hún sem dró upp kortið í búðinni og greiddi fyrir myndavélina. Sölumaðurinn var svo ánægður með gæsku eiginkonunnar að hann spurði Helga Kristinn hvort hann mætti ekki bara giftast konunni hans, hún væri svo góð. Helgi neitaði!
Nú þeir sem þekkja hinn nýbakaða myndavélaeiganda vita að nú tekur við tímabil ljósmyndunnar! Næstu dagar - vikur verða þéttsetnir hinum ýmsu tilraunum með hraðastillingar, ljósop og hvað þetta allt saman heitir. Ég þori ekki lengur að lofa neinu, en hver veit nema nokkrum myndum verði skellt á netið..................svona a.m.k. fyrir jól.........
Ég verð að fara, flassið er byrjað að blikka ótt og títt........
kveðjur,
fréttaritarinn
............svona er að vera fátækur námsmaður í útlöndum...........
Fréttaritari vill sérstaklega taka það fram að það var hún sem dró upp kortið í búðinni og greiddi fyrir myndavélina. Sölumaðurinn var svo ánægður með gæsku eiginkonunnar að hann spurði Helga Kristinn hvort hann mætti ekki bara giftast konunni hans, hún væri svo góð. Helgi neitaði!
Nú þeir sem þekkja hinn nýbakaða myndavélaeiganda vita að nú tekur við tímabil ljósmyndunnar! Næstu dagar - vikur verða þéttsetnir hinum ýmsu tilraunum með hraðastillingar, ljósop og hvað þetta allt saman heitir. Ég þori ekki lengur að lofa neinu, en hver veit nema nokkrum myndum verði skellt á netið..................svona a.m.k. fyrir jól.........
Ég verð að fara, flassið er byrjað að blikka ótt og títt........
kveðjur,
fréttaritarinn
Nov 12, 2007
Fréttir af rólegheitum og jólaheimsókn
Héðan er bara gott að frétta - eða í raun voða lítið að frétta (sem er bara gott).
Fannar Ingi og Jóel Kristinn eru í rólegheitum farnir að tala smá dönsku og þar sem íslenskan er notuð bæði heima og í leikskólanum, æfa þeir sig helst við matarborðið hér heima. "kan ikke spise mere!" "Må jeg få mælk?" ............ eru frasar borðhaldi fjölskyldunnar, bara gaman af því!
Í dag (mánudag) eiga þeir reyndar að byrja í dönskukennslu á leikskólanum. Þeir áttu reyndar að byrja strax í ágúst. Einn leikskólakennarinn útskýrði fyrir okkur hvernig það myndi fara fram, sendi okkur heim með einnota myndavél til að taka myndir sem nota átti í dönskukennslunni en svo bara gerðist ekki neitt. Á fimmtudaginn kom svo annar leikskólakennari og útskýrði fyrir okkur dönskukennsluna sem byrja á í dag, vonandi verður meira úr þessu núna!
Við skruppum í fjölskylduferð til Þýskalands á laugardaginn. Keyptum 576 dósir af drykkjum + nokkrar flöskur. Tökum það sérstaklega fram að lang stærstur hluti dósanna inniheldur óáfenga drykki - bara svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af heimilislífinu hér.
Nú aðalfréttirnar eru kannski þær að við komum heim um jólin.............. en bara rétt yfir jólin!
Prófin eru hjá okkur báðum í janúar!!!!!!!!!!!!!!
Helgi Kristinn byrjar á fullu í prófum 3. janúar og á sama tíma á fréttaritarinn að skila ritgerð sem er til prófs.
Það þýðir að við fljúgum til baka 29. desember og verðum því hér í DK um áramótin.
Við komum því heim laugardagskvöldið 22. desember og förum aftur 29. desember.
Bestu kveðjur,
Fannar Ingi og Jóel Kristinn eru í rólegheitum farnir að tala smá dönsku og þar sem íslenskan er notuð bæði heima og í leikskólanum, æfa þeir sig helst við matarborðið hér heima. "kan ikke spise mere!" "Må jeg få mælk?" ............ eru frasar borðhaldi fjölskyldunnar, bara gaman af því!
Í dag (mánudag) eiga þeir reyndar að byrja í dönskukennslu á leikskólanum. Þeir áttu reyndar að byrja strax í ágúst. Einn leikskólakennarinn útskýrði fyrir okkur hvernig það myndi fara fram, sendi okkur heim með einnota myndavél til að taka myndir sem nota átti í dönskukennslunni en svo bara gerðist ekki neitt. Á fimmtudaginn kom svo annar leikskólakennari og útskýrði fyrir okkur dönskukennsluna sem byrja á í dag, vonandi verður meira úr þessu núna!
Við skruppum í fjölskylduferð til Þýskalands á laugardaginn. Keyptum 576 dósir af drykkjum + nokkrar flöskur. Tökum það sérstaklega fram að lang stærstur hluti dósanna inniheldur óáfenga drykki - bara svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af heimilislífinu hér.
Nú aðalfréttirnar eru kannski þær að við komum heim um jólin.............. en bara rétt yfir jólin!
Prófin eru hjá okkur báðum í janúar!!!!!!!!!!!!!!
Helgi Kristinn byrjar á fullu í prófum 3. janúar og á sama tíma á fréttaritarinn að skila ritgerð sem er til prófs.
Það þýðir að við fljúgum til baka 29. desember og verðum því hér í DK um áramótin.
Við komum því heim laugardagskvöldið 22. desember og förum aftur 29. desember.
Bestu kveðjur,
Nov 7, 2007
Gamlar (en góðar) fréttamyndir
Knattspyrnumót í lok september - Jóel Kristinn og félagar í Viby Fodbold
Jóel Kristinn alveg að ná boltanum, í hvítri treyju og bláum buxum! Þetta er samt ekki Fram-búningur þó svo að afi og amma á Nesinu yrðu stolt af því!
Eftir leikina takast leikmenn í hendur og segja: "tak for kampen" - frekar sætt!
Viby Fodbold með medalíurnar, Jóel Kristinn lengst til vinstri (ef einhver skyldi ekki þekkja hann lengur)
Stoltir leikmenn Viby Fodbold
(Snúa höfði) Fannar Ingi að skoða medalíuna sem hann vann sér inn með því að gráta fögrum tárum!
Eftir leikina takast leikmenn í hendur og segja: "tak for kampen" - frekar sætt!
Viby Fodbold með medalíurnar, Jóel Kristinn lengst til vinstri (ef einhver skyldi ekki þekkja hann lengur)
Stoltir leikmenn Viby Fodbold
(Snúa höfði) Fannar Ingi að skoða medalíuna sem hann vann sér inn með því að gráta fögrum tárum!
Nov 2, 2007
Plötufréttir - Ef væri ég ...
Það hefur verið pínu skrítin tilfinning fyrir fréttaritara að fylgjast með útkomu nýju plötunnar hennar Regínu úr allri þessari fjarlægð. Hingað til hef ég verið búin að heyra allt efnið áður en það er gefið út, búin að heyra demo og fylgjast með ferlinu þannig að þegar plöturnar (sérstaklega sú fyrsta) koma út er bara hlaupið út í búð og keypt eintök í von um að plöturnar byrji að rúlla upp sölulistana.
Nú er staðan allt önnur - ég er bara hérna í Danmörku og hef ekkert heyrt og ef ekki væri netið þá veit ég ekki hvað!
Ég var auðvitað rosalega spennt að heyra plötuna. Í fyrsta lagi af því að Regína er sjálf að semja og því uppáhaldslögin mín á síðustu plötu voru einmitt lögin sem Kalli Olgeirs samdi, Ljósin komu, Draumur um dag og Hvað tekur við? En á þessari plötu semja Regína og Kalli Olgeirs lögin saman. Ótrúlega spennandi.
Ég auðvitað rauk inn á tonlist.is og keypti plötuna og er núna á fullu á hlusta og njóta.
Flest lögin eiga það sameiginlegt að vera yndisleg stemning, þægileg hlustun og oft skemmtilegt "grúf" í hljómsveitinni.
Ég er strax við fyrstu hlustun kolfallin fyrir nokkrum lögum. Lagið Alveg ein, er ótrúlega melódískt og svona "útvarpsvænt" ég var farin að raula með í lok lagsins. Mér finnst gaman að hlusta á Síðan þú komst, þar er textinn ekki beint ljóðrænn heldur svona eins og Regína sé að segja frá og það er allt of langt síðan við höfum spjallað svo ég fékk svona "söknuðar-tilfinningu" þegar ég hlustaði á lagið.
Ég gæti náttúrlega sagt eitthvað misgáfulegt um öll lögin en það eru kannski engar fréttir hvað mér finnst um lögin. Ég vil samt nefna titillagið Ef ég væri, frábært lag sem sýnir fílinginn í röddinni. Í augnablikinu er ég að hlusta á Líttu aldrei við og verð að viðurkenna að það finnast nokkur tár ..................... ógeðslega er ég að verða væmin.............
Lokalag er líka svona fyrir minn smekk og Engill minnir mig bara á hvað það er langt síðan ég hef hitt Anítu
Annars bara allir út í búð að versla, svo fáið þið annað eintak frá okkur í jólagjöf..... hehe
Til hamingju Regína mín!
Bestu kveðjur,
Lóa BJörk
Nú er staðan allt önnur - ég er bara hérna í Danmörku og hef ekkert heyrt og ef ekki væri netið þá veit ég ekki hvað!
Ég var auðvitað rosalega spennt að heyra plötuna. Í fyrsta lagi af því að Regína er sjálf að semja og því uppáhaldslögin mín á síðustu plötu voru einmitt lögin sem Kalli Olgeirs samdi, Ljósin komu, Draumur um dag og Hvað tekur við? En á þessari plötu semja Regína og Kalli Olgeirs lögin saman. Ótrúlega spennandi.
Ég auðvitað rauk inn á tonlist.is og keypti plötuna og er núna á fullu á hlusta og njóta.
Flest lögin eiga það sameiginlegt að vera yndisleg stemning, þægileg hlustun og oft skemmtilegt "grúf" í hljómsveitinni.
Ég er strax við fyrstu hlustun kolfallin fyrir nokkrum lögum. Lagið Alveg ein, er ótrúlega melódískt og svona "útvarpsvænt" ég var farin að raula með í lok lagsins. Mér finnst gaman að hlusta á Síðan þú komst, þar er textinn ekki beint ljóðrænn heldur svona eins og Regína sé að segja frá og það er allt of langt síðan við höfum spjallað svo ég fékk svona "söknuðar-tilfinningu" þegar ég hlustaði á lagið.
Ég gæti náttúrlega sagt eitthvað misgáfulegt um öll lögin en það eru kannski engar fréttir hvað mér finnst um lögin. Ég vil samt nefna titillagið Ef ég væri, frábært lag sem sýnir fílinginn í röddinni. Í augnablikinu er ég að hlusta á Líttu aldrei við og verð að viðurkenna að það finnast nokkur tár ..................... ógeðslega er ég að verða væmin.............
Lokalag er líka svona fyrir minn smekk og Engill minnir mig bara á hvað það er langt síðan ég hef hitt Anítu
Annars bara allir út í búð að versla, svo fáið þið annað eintak frá okkur í jólagjöf..... hehe
Til hamingju Regína mín!
Bestu kveðjur,
Lóa BJörk
Subscribe to:
Posts (Atom)