Nov 28, 2007

Fréttir af eiginlega engu!

Engar fréttir eru góðar fréttir! Þannig er staðan hér.

Dagarnir fljúga áfram og það styttist og styttist til jóla á sama tíma og verkefnamagnið eykst og fleira og fleira er óklárað. Þetta er nú kannski bara eðlilegt ástand svona þegar jólin nálgast en alltaf svolítið yfirþyrmandi að hafa prófin og ritgerðirnar hangandi yfir sér - eeeeeen ennþá meira gaman þegar allt verður yfirstaðið (í lok janúar!)

Fannar og Jóel eru í góðu ástandi, óslasaðir og alltaf að babbla eitthvað á dönsku! Já þetta er að koma. Jóel prófar og prófar og notar bara íslensk orð með dönskum framburði ef hann kann ekki dönsku orðin. Fannar passar sig að við foreldrarnir heyrum hann ekki segja neitt en talar svolítið á leikskólanum.
Þeir skilja þetta helsta á leikskólanum, svona í sambandi við matmálstímana og í hverju þeir eiga að fara út í kuldann og svoleiðis spjall. Annars gerum við foreldrarnir okkur ekki almennilega grein fyrir stöðunni í dag - við vitum bara að þetta er að koma!

Annars er lítið um fréttnæmar uppákomur þessa dagana þar sem skólinn (og svo jólastandið allt saman) hefur forgang.

Bestu kveðjur héðan úr rólegheitunum,

No comments: