Nov 12, 2007

Fréttir af rólegheitum og jólaheimsókn

Héðan er bara gott að frétta - eða í raun voða lítið að frétta (sem er bara gott).

Fannar Ingi og Jóel Kristinn eru í rólegheitum farnir að tala smá dönsku og þar sem íslenskan er notuð bæði heima og í leikskólanum, æfa þeir sig helst við matarborðið hér heima. "kan ikke spise mere!" "Må jeg få mælk?" ............ eru frasar borðhaldi fjölskyldunnar, bara gaman af því!
Í dag (mánudag) eiga þeir reyndar að byrja í dönskukennslu á leikskólanum. Þeir áttu reyndar að byrja strax í ágúst. Einn leikskólakennarinn útskýrði fyrir okkur hvernig það myndi fara fram, sendi okkur heim með einnota myndavél til að taka myndir sem nota átti í dönskukennslunni en svo bara gerðist ekki neitt. Á fimmtudaginn kom svo annar leikskólakennari og útskýrði fyrir okkur dönskukennsluna sem byrja á í dag, vonandi verður meira úr þessu núna!

Við skruppum í fjölskylduferð til Þýskalands á laugardaginn. Keyptum 576 dósir af drykkjum + nokkrar flöskur. Tökum það sérstaklega fram að lang stærstur hluti dósanna inniheldur óáfenga drykki - bara svo þið farið ekki að hafa áhyggjur af heimilislífinu hér.

Nú aðalfréttirnar eru kannski þær að við komum heim um jólin.............. en bara rétt yfir jólin!
Prófin eru hjá okkur báðum í janúar!!!!!!!!!!!!!!
Helgi Kristinn byrjar á fullu í prófum 3. janúar og á sama tíma á fréttaritarinn að skila ritgerð sem er til prófs.
Það þýðir að við fljúgum til baka 29. desember og verðum því hér í DK um áramótin.
Við komum því heim laugardagskvöldið 22. desember og förum aftur 29. desember.

Bestu kveðjur,

1 comment:

Kristín Hrefna said...

Rétt upp hend sem hlakkar til að fá ykkur heim?!?!

Ég!!!

Knús frá
Stínu stuð