Nov 16, 2007

Saumafréttir 2 - læknirinn saumar Fannar Inga

Eins og í öllum alvöru fréttamiðlum má búast við fréttum af slysum og svolítið af blóði hér á fréttasíðu fjölskyldunnar.

Í morgun var Fannar Ingi sleginn í hausinn (ennið - rétt við hársvörðinn) á leikskólanum. Hringt var heim í móður barnsins og hún beðin um að koma og meta ástandið á barninu. Þegar móðirin mætti á staðinn hafði blóðið lekið hressilega úr enni barnsins í um 30 mínútur auk þess sem drengurinn hafði fengið ís til að lina sársaukann (ísinn var sko til að að borða!!!).
Hanne, sem stýrir leikskólanum, hafði boðað komu drengsins til heimilislæknisins sem gerði heiðarlegar tilraunir til að líma sárið en þar sem það gekk ekki þurfti að sauma tvö spor.
Það má sérstaklega taka það fram að Fannar Ingi var sko ekki að grenja yfir svona smáræði, þær á leikskólanum sögðu að hann hafi bara setið rólegur og góður með blóðið lekandi niður andlitið og svo hjá lækninum kom bara smá svona uhuhu (kannski 5 - 7 sek.) þegar læknirnir sprautaði deyfingu í sárið áður en hún saumaði.
Eftir saumaskapinn hjá lækninum var drengnum bara skutlað aftur á leikskólann í blóðugum fötum með deyfingu í enninu þar sem foreldrar barnsins voru svo uppteknir að sinna náminu sínu. Það var sem betur fer í góðu lagi og var hann bara hress og kátur og sýndi öllum á leikskólanum spottana í enninu............ ekki vanur þessari athygli á leikskólanum þessi rólegi drengur!

2 comments:

Anonymous said...

Hraustur drengur ættaður úr Vestmannaeyjum sem er ekki að grenja yfir smámunum.

Ingi afi

Best í heimi said...

Fannar Ingi er að sjálfsögðu alvöru töffari sem að ekki grætur yfir hverju sem er. En þetta virðist vera í fjölskildunni þ.e. að grenja ekki yfir svona smámunum. Það er svo allt annar handleggur þegar á ða fara að sofa eða eitthvað svoleiðis þá má sko láta heyra í sér (allavegana er það gert á þessu heimili). En góðann bata elsku Fannar Ingi.
Kv.Sörlaskjólsbúar