Dec 8, 2007

Lærdómsfréttir

Húsmóðirin er bara að skrifa ritgerðir, það kemst nákvæmlega ekkert annað að en að læra. Afraksturinn er því miður ekki alveg nógu mikill, það þarf að reddast sem allra fyrst - annars má búast við að jólin fari öll í ritgerðaskrif, sem er ekki spennandi. En reddast svona lagað ekki alltaf á endanum?

Húsbóndinn er líka alltaf að læra, hópverkefni og svo náttúrulega allt þetta sem er til prófs í byrjun janúar - En reddast svona lagað ekki alltaf á endanum?

Fannar Ingi er að læra að vera 3 ára. Það gengur vel og er hann farinn að sýna alls konar töffaratakta sem ekki sáust hjá honum þegar hann var bara tveggja ára.

Jóel Kristinn er mest í því að læra dönsku, fer fram með hverjum deginum. Við foreldrar hans fengum bréf í vikunni frá Vestergaardskólanum. Til foreldra tilvonandi börnehaveklasse! Það er foreldrafundur í skólanum þann 13. desember. Skemmtileg tímasetning hjá Dönunum fyrir kynningarfund - þetta er akkurat það sem er foreldrum efst í huga svona rétt fyrir jól!
Jóel Kristinn er yfirleitt mjög sjálfbjarga og sér auðvitað alveg um að klæða sig sjálfur og svoleiðis en í kvöld var mamma hans að dekstra hann eitthvað þegar hann var að fara að sofa og klæddi hann í náttfötinn. Þá sagði Jóel: "ég verð að fara að læra að klæða mig sjálfur, annars þarf konan sem ég giftist að klæða mig þegar ég er orðinn fullorðinn!"

Saman eru þeir bræður að læra að vera töffarar. Þeir fóru í klippingu á íslensku hárgreiðslustofuna niðri í bæ í gær. Hárgreiðslukonurnar settu gel í hárið á þeim og settu toppinn svona upp í loft - eins og á alvöru töffurum. Þeir voru ekkert lítið glaðir með þetta, það mátti ekki setja á þá húfurnar og stanslaust var verið að tékka á því hvort hárið væri í lagi. Í dag fóru þeir svo í tvöfalt afmæli hjá íslenskum systkinum hér í götunni. Auðvitað með gel í hárinu - og toppinn upp í loft!

Sem sagt bara allt gott að frétt af okkur, orðið nokkuð jólalegt hjá okkur þó það sé því miður kannski ekki nógur tími til að njóta aðventunnar. En átti einhver svo sem von á því að desember væri rólegur mánuður hjá námsmönnum????

Bestu kveðjur,

1 comment:

Anonymous said...

Ég hlakka svo til að fá töffarana heim um jólin!

Og Lóa... auðvitað reddast allt og ef ég þekki þig rétt þá reddast lærdómurinn upp á tíu hjá þér:)