Feb 11, 2008

Frábær helgi

Jæja þá er helgin liðin,

Benta systir komst loksins til Danmerkur eftir 15 klst. seinkun á fluginu. Þar sem við misstum af föstudeginum saman fékk mamma fluginu heim frestað til mánudags - sem var alveg frábært!

Á föstudaginn fórum við í miðbæinn á kaffihús og í H&M eins og sönnum Íslendingum í útlöndum sæmir. Á laugardagsmorgun smurðum við nesti að dönskum sið og fórum í Randers Regnskov þar sem við skemmtum okkur auðvitað mjög vel. Um kvöldið fórum við svo á þorrablót Íslendingafélagsins - þar var sko boðið upp á íslenskt lambalæri auk þorramatsins - allt bara frábært. Allir Íslendingarnir í götunni mættu og áttum við í Beykiskóginum meira að segja helming fulltrúanna í nefndinni. Á móti sól spilaði og var miiiiiikið dansað.
Á sunnudaginn (í gær) var sól og 10 stiga hiti. Við fórum í göngutúr í skóginu og niður á strönd þar sem strákarnir urðu rennblautir í fæturna eftir að sulla í sjónum. Fórum svo og gáfum bömbunum nokkur epli áður en við fórum með Bentu systur út að borða niðrí bæ. Ætluðum reyndar beint úr Bambaskóginum á veitingastaðinn en þar sem strákarnir voru votir og buxurnar blautar nánast upp að hnjám urðum við að koma við heima til að vera svona þokkalega snyrtileg á veitingastaðnum.

Keyrðum svo Bentu kl. 06:54 í morgun á lestarstöðina - en aldrei þessu vant var flugið hjá Iceland Express á réttum tíma!!!!!!!!!

Svona var semsagt helgin hjá okkur..............

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Ji... en frábært! Bara alveg eins og síðustu dagar hjá mér:) Búin að gefa máfunum epli, hlaupa um á tásunum út á Gróttu og fá kal í tærnar, svo fór ég líka í Melabúðina og keypti mér slátur, (eins og sönnum vesturbæingi sæmir:)

Hlakka til að sjá ykkur!

Best í heimi said...

Ég veit ekki alveg í hvaða vesturbæ Kristín Hrefna býr en í mínum vesturbæ er búið að vera alveg hrikalega kalt og bara verið legið undir teppi milli þess sem að ég fer og hita mér kakó í kuldanum. En gott að vita að ykkur er allvegana hlýtt og pössunin kom að góðum notum.
Kv.Lilja