Jan 31, 2008

Fréttir af hvíld

Erum búin að hvíla okkur mikið síðustu þrjá daga. Það veitir ekki af þar sem námsáætlanirnar hjá okkur báðum benda til þess að það verði alveg nóg að gera á önninni. Fórum í foreldraviðtal á leikskólanum í dag. Það var engin svona listi sem farið var yfir eins og á Grænatúni, engar svona beinar upplýsingar um stöðu barnsins líkamlega eða............. Nei, nei, við bara mættum og settumst inn á kaffistofu starfsfólksins með tveimur pedagógum og þær bara spurðu okkur hvort það væri eitthvað sem við vildum ræða, neeeeiiii , ekkert sérstakt sögðum við og þar með var það eiginlega afgreitt. Sátum nú samt og spjölluðum við þær í dálítinn tíma fengum jú að heyra að vel gengi og að þeir væru duglegir að tala og skilja dönskuna og svoleiðis. Vorum sammála um að það verði hollt og gott fyrir Fannar Inga að standa á eigin fótum næsta vetur þegar Jóel Kristinn fer í skólann.

Já, skólamálin! Fór með Jóel Kristinn í sprogscreening á þriðjudag. Það var bara mjög gaman og auðvitað stóð hann sig mjög vel, svaraði flestu og var bara duglegur. Fékk að vita það hjá talpedagógnum (hér eru sko allir pedagógar - leikskólakennarar -talkennarar o.s.frv.) að ekki væri spurning um móttökubekk þar sem hann er kominn það vel af stað með dönskuna en ef fjöldi tvítyngdra barna í hverfinu er mikill er þeim skipt á fleiri skóla með færri útlendingum. Í apríl fáum við sem sagt bréf með tilboði um einhvern skóla fyrir Jóel Kristinn, sá skóli gæti verið hverfisskólinn eða skóli einhversstaðar í burtu............. og þá kæmi leigubíll frá bænum á morgnana og sækir hann. Eftir skóla fara svo börnin í heilsdagsskóla (SFO) en þá yrðum við að sækja Jóel Kristinn þangað kl. 16:00 daglega - eins gott að skólinn sem hann fer í verði a.m.k. í þessum landshluta -hmmmm! Nei, nei það verður bara spennandi að sjá hvað kemur í bréfinu í apríl!

Framundan er margt skemmtilegt - næstu helgi er þorrablót Íslendingfélagsins og fáum við senda barnapíu frá Íslandi! Jamms, hvorki meira né minna. Benta systir ætlar að skreppa í smá helgarferð til Danmerkur, hitta Stóru systur sína og uppáhaldsfrændur sína, skoða aðstæður og passa á meðan við förum í fyrsta skiptið út að skemmta okkur án barnanna síðan við fluttum hingað til Árósa!
Um páskana eru svo Kristín Hrefna og Borgar búin að boða komu sína - og ekki verður það nú leiðinlegt heldur! Við hjónin eru nefnilega svo heppin með systur! (............ og auðvitað bræður....... þeir eru bara ekkert að heimsækja okkur................ ennþá!)

Annars bara bestu kveðjur í vetrarhörkurnar á Íslandi,

1 comment:

Kristín Hrefna said...

Já og Lóa, þið eruð ekki bara heppin með systur og bræður heldur líka útlit! Hugsa sér! Þvílík heppni á einum stað:)