Mar 25, 2008

Í hvaða landi búum við?

Ég var að koma heim með strákana af leikskólanum. Þegar við komum inn úr dyrunum, setjast drengirnir niður við eldhúsborðið í rólegheitunum til að fá smá hressingu eftir átök dagsins. Á svona stundum er oft spjallað, eftirfarandi spjall átti sér stað áðan:
Jóel: mamma afhverju ert þú ekki með svona hettu yfir hárinu eins og hinar mömmurnar?
mamman: ha?
Jóel: já eða sko næstum allar mömmurnar, svona eins og bóndakonur eða þannig?
.........
þess má geta að mamman varð eiginlega hálf orðlaus því hún hélt að hún hefði farið með fjölskylduna til Danmerkur ............ en hver veit kannski erum við bara í vitleysu landi........ það er ekki furða að mér finnist erfitt að skilja dönskuna, kannski er þetta bara alls ekki danska........

með bestu kveðju frá útlöndum

2 comments:

Jóel K Jóelsson said...

Það er gott meðan nafni er ekki farinn að skammast sín fyrir að eiga svona "ótrúrækna" móður.

Kristín Hrefna said...

Nú er bara að skella á sig slæðunni Lóa mín... eða á kannski ekkert að reyna að komast inn í samfélagið? Á bara að standa fast á sínum Íslensku gildum og einangra sig í Íslendinga gettóinu?

Koma svo Lóa! Upp með slæðuna og aðlagast "danska" samfélaginu... en, to, tre :)