Mar 4, 2008

Sumarbústaðarferð og skemmtilegheit

Um helgina skruppum við ásamt okkar næstu nágrönnum í sumarbústaðarferð til Vestur-Jótlands (Ringköbing fjord). Það var ekki leiðinlegt! Við vorum reyndar nánast viss um að það yrði brotist inn hjá einhverju okkar þar sem þrjú hús í röð voru alveg mannlaus alla helgina, engir bílar hjá húsunum inn í þessari lokuðu götu. Í hvert skipti sem síminn hringdi um helgina vorum við viss um að það væri símtal frá Þórunni um að nú væri búið að hreinsa út úr húsinu. (Þórunn býr sko líka í götunni okkar)............. en viti menn ekkert símtal og allt á sínum stað þegar við komum heim!

Ferðalagið gekk reyndar mest út á mat - sem er vel við hæfi þar sem flestir í götunni eru í þvílíku átaki og hafa kílóin verið að fljúga af fólki (ekki af okkur hér á 215 samt - við erum bara í ræktinni til að lifa svolítið heilsusamlegra lífi - og kílóin fara um leið þá er það bara plús!!!)
Við fórum nú líka á milli máltíða í góðan bíltúr um svæðið sem er mjög skemmtilegt og örugglega algjör paradís á sumrin og smá göngutúr til að gera okkur klár í næstu máltíð...........
Eins og í flestum sumarbústaðarferðum var skroppið í pottinn og svo var spilað fram á nótt. Að þessu sinni var spilaður póker - sem er mikið spilaður hér í götunni, sérstaklega af karlmönnunum. Ég hafði reyndar ekki spilað póker áður en hafði nú lítið val um annað en að læra spilið snarlega og hafði bara gaman af (og stóð mig alveg vel...).

Drengirnir nutu sín vel í bústaðnum. Þeir voru þarna með tveimur nágrannastrákum sem eru reyndar aðeins eldri en þeir en það var alveg í góðu lagi. Fannar Ingi tók smá syrpu í að prófa sig áfram með að segja ljóta hluti við foreldra sína - svona til að tékka á viðbrögðunum. Nú er sem sagt ljóst að dónaskap læra börn á leikskólanum. Allavegana er það eini staðurinn sem Fannar heyrir dönsku og hann kann bara að vera dónalegur á dönsku!!!! "Du dumme far/mor!" Svo veit hann ekkert hvað þetta þýðir á íslensku - hehe!

Nú einhverjir eru farnir að skipuleggja sumarfrí - þið skemmtilega fólk sem ætlið að hitta okkur í sumar t.d. með því að heimsækja okkur mættuð alveg fara að hafa samband með hugmyndir að dagsetningum svo við getum pússlað sumrinu saman sem allra best. Það væri allavegana fúlt að við værum búin að kaupa flugmiða heim til Íslands á sama tíma og þið komið út að heimsækja okkur!
Ég er í prófum 16 - 27. júní og Helgi eitthvað aðeins fyrr (höldum við).

Bestu kveðjur,

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Já já... bara lögbrjótar eins og ónefndur þingmaður Framsóknarflokksins:) Eða eru lögin kannski ekki betri í bauna landi en á frostna fróni?

Fjölskyldan said...

Sko......... ég vil taka það fram að það er bara spilað upp á spilapeninga hér í Beykiskóginum - enda allt saman fátækir námsmenn!

Kv. fréttaritarinn