Mar 11, 2008

Sjúklingalíf

Það kom að því! Þeir bræður hafa verið svo heppnir að missa ekki dag úr leikskólanum vegna veikinda frá því er þeir byrjuðu, 16. ágúst í fyrrasumar en nú er Fannar Ingi orðinn lasinn.
Hann sem sagt var lasinn um helgina en hitalaus í gær (mánudag) og héldum við að hann kæmist aftur á leikskólann í dag þriðjudag og gæti því verið með í "ferðalaginu" í dag. En í morgun var hann aftur rokinn yfir 39 gráðurnar og lá eins og slytti í allan dag, svaf og slappaði af til skiptis, miklu meira veikur en um helgina........... fúúúúlt! En það þýðir sko ekki að kvarta ekki mörg leikskólabörn sem ná svona löngum tímabilum án veikinda.................... og þó betra að vera lasinn núna en í næstu viku þegar allir eru í páskafríi og Kristín Hrefna - með alla sína aksjón - mætt á svæðið.
Verð víst að viðurkenna að litli snáðinn náði líka að smita mömmu sína sem vaknaði einnig með hita í morgun og því erum við búin að liggja saman í allan dag!

Það er útivist og fjör á leikskólanum alla vikuna - þetta er sem sagt síðasta vikan fyrir páskafrí þar sem það er lokað alla næstu viku. Endalaust verið að kveikja bál og poppa, baka brauðbollur o.s.frv á bálinu - voða gaman örugglega. Í dag fór allur leikskólinn saman í Bøgeskov gård sem er víst leikvöllur hér rétt hjá okkur og áttu allir að mæta með frokost-nesti í léttum bakpoka. Voða spennandi allt saman. Auðvitað missti Fannar af þessu en honum var nú alveg saman. Jóel Kristinn sagði samt þegar hann kom heim í dag að honum finndist betra að hafa Fannar hjá sér á leikskólanum af því að þegar hann verður eitthvað leiður þá kemur Fannar Ingi alltaf til hans og spyr hvað sé að! Þeir eru nú dáááldið góðir bræður!!!!

Skólinn er víst í fullum gangi hjá okkur fullorðnafólkinu - við kannski þurfum "aðeins" að auka við lesturinn eftir páskafrí en vonandi er þetta allt í lagi. Ég ætla að skila fyrsta hópverkefninu mínu á dönsku á mánudaginn. Skrepp til Köben á föstudag, heim til einnar í bekknum og við ætlum að vippa upp svokölluðu mini-projekti. Fyrir áhugasama þá erum við semsagt að fara að setja um diffurjöfnu módel sem lýsir útbreiðslu smitsjúkdóma í ákveðnu umhverfi! Þeir sem hafa gagnlegar ábendingar - rétt upp hönd!

Sendum Bentu systur svo aðalkveðjur dagsins!

Bestu kveðjur úr Beykiskóginum

3 comments:

Kristín Hrefna said...

Ég er alveg að fara að koma... hlakka mikið til! Eru þið tilbúin?!?!

...það verður stuð!

Anonymous said...

Kærar bötnunar kveðjur til sjúklinganna. Hér erum við í Snælandsskóla komin í langþráð PÁSKAFRÍ :o)

Knúsar úr Kópavoginum,
Kristín P :o)

Anonymous said...

Gleðilega páska í Danaveldi. Eruð þið ekki örugglega með rétt páskaegg?

Knúsar úr Kópavoginum,
Kristín P :o)