Mar 31, 2008

Þroskakippir og rólegheit

Jæja eftir páskaátið er allt komið í sinn vanalega gír - veikindatörnin búin - við farin að mæta aftur í ræktina og búin að brenna páskaeggjunum!

Lærdómurinn hefur tekið við. Æfingapróf og verkefnaskil til skiptis hjá okkur námsmönnunum og strákarnir bara leika sér - þrælgóðir eins og venjulega.

Þeir eru reyndar báðir að taka einhverja þroskakippi. Nú er auðvitað rétt rúmlega mánuður þangað til Jóel Kristinn verður 6 ára og heimspekilegar pælingar hans eru ótrúlega skemmtilegar þessa dagana. Hann er mjög áhugasamur um Ástrík og Steinrík þessa dagana þar sem Herkúles og rómversku guðirnir eru söguhetjur (heyrist mér af því sem ég heyri útundan mér af þessu sjónvarpsefni). Nú drengurinn er þvílíkt upptekinn af því að spá í guð, ósýnileika og aðrar álíka tilvistarpælingar en fær yfirleitt sömu svörin frá móður sinni, "ég veit nú ekki hvernig það er, en hvað heldur þú?" Ég sem sagt ræð ekkert við að svara spurningum barnsins og læt hann bara svara sér sjálfur og þá myndast bara nýjar skemmtilegar hugleiðingar!
Í bílnum á föstudaginn sagði hann líka "mamma, ég sakna allra vina minna og afanna og ömmurnar mínar á Íslandi. Mest sakna ég samt langafa sem er dáinn því ég hitti hann ekki aftur". Bara sætur!

Fannar Ingi er líka að stækka og þroskast, hann er farinn að ræða málin og koma með athugasemdir sem maður trúir varla að "litla krílið" láti frá sér. Hans stærsta áhugamál þessa dagana er að verða næst 4 ára og svo 5 ára og sýnir aldurinn alltaf á puttunum á sér. Það er nefnilega þannig að 5 ára börnin eru svo oft "på tur" á leikskólanum og Fannar Ingi er að bíða eftir því að verða 5 ára og komast oftar "på tur". Reyndar er hann einmitt "på tur" í dag, fór í heimsókn í annan leikskóla. Jóel Kristinn fór síðast á föstudag en þá var Naturholdet (sem eru elstu krakkarnir) boðið í heimsókn í tannlæknaskólann þar sem þau fengu að skoða allar tannlæknagræjurnar - ótrúlega spennandi.

Á morgun á svo húsbóndinn, kokkurinn, golfarinn, ljósmyndaáhugamaðurinn, viðskiptafræðineminn, ......... Helgi Kristinn afmæli. Þá fær hann pakka...................

Bestu kveðjur til ykkar allra, sérstaklega ömmu í sveitinni
Beykiskógarfjölskyldan á 215

1 comment:

Anonymous said...

Halló elsku fjölskylda!
Var búin að skrifa svo langa athugasemd en hún fór eitthvert út í buskann. So here ví go again!!
Við söknum ykkar líka ótrúlega mikið, allar skemmtilegu athgasemdirnar,pæligar og spjall sem við missum af:-( en bloggið er smá sárabót og við fylgjumst spennt með hvort ekki séu nýjar fréttir. Vekjum athygli á að sonurinn á líka afmæli á morgun.

Kærkveðja og knús.
Amma og afi á Selfossi